Hér er grein sem ég póstaði á Baldur´s Gate vefinn, en… Ég er búinn að taka þá ákvörðun að pósta henni á “Spunaspil” líka.

Þetta kemur við ykkur Blað&blýanta spilara. Eitthvað sem þið viljið, að ég held, vita af. Ef ekki, þá kemst þessi grein áræðanlega ekki inn, og ég er að eyða tíma mínum í að skrifa þetta niður.


——————————
Okay. Hérna er fyrsti hluti lauslegrar ritþýðingar sem ég ákvað að gera um Neverwinter Nights.

Ég tók þetta af www.NeverWinternights.com

En um annað mál. Þegar leikurinn kemur út, þá býst ég við því að það verði sprenging á Baldur´s Gate vefnum… Ég legg því til að Baldur´s Gate áhugamálið verði uppfært í TölvuleikjaRPG, “TLRPG”, eða eitthvað álíka gáfulegt/skemmtilegt. Auk þess held ég að við verðum að fara varlega í sakirnar. Heyrst hefur á vinnustaðnum mínum, að það eigi að banna einum ónefndum starfsmanni að fara í NWN, vegna þess að þegar Baldur´s Gate II kom út þá gerðust ýmsir hlutir:

a) Svefnleysi. Hann kom 3 sinnum of seint, sömu vikuna. (I wonder why…)

b) Óráð. Stríðöskur einsog: “MAKE IT QUICK AND PAINLESS” og “TO BATTLE, WITH NO REGRETS!!!” heyrðust oft. Kústar voru oft notaðir sem spjót og aðrir hlutir framleiðslunnar sem önnur vopn/skildir. Undarleg, fjarrænt augnráð, gnístur í tönnum þegar honum mislíkaði eitthvað og hann hvíslaði orðin “Joe this, Joe that…give me one year in the gym, and I´ll ram yer arse with that spoon you´re holding.” Það var litið á það sem hostile intent…(and again…I wonder why…)

c) Ofneysla Coca-Cola. Of mikil ofvirkni, og auk þess mun fyrirtækið ekki vilja missa starfsmann sinn vegna bráðrar sykursýki sem mun leiða til dauða…

d) Þessi ónefndi starfsmaður verður undir eftirliti einhvers “ónefnds aðila”. Ég hef heyrt að það sé faðir móður minnar…

Dang, ég átti aldrei að láta NWN leka í vaktsjórann minn. (Hann er forfallinn Age of Empires II, RA2, osfrv spilari, hélt að ég gæti fengið hann til að halda kjafti með C&C:Tiberian sun, en hann átti hann, og tók tilboð mitt sem móðgun;)

——————————–
Now, to the real thing.

NWN, er, einsog allir með viti vita, nýr leikur frá BioWere, höfunda Baldur’s Gate leikjana.

Leikurinn verður í 3D (Þrívídd) og er hannaður sérstaklega til að vera spilaður á netinu. Þú mund upplifa RPG á annan hátt. Já, leikurinn er ótrúlega nálægt því einsog að spila Blað&Penna spunaspil! Þú getur verið Dyflissu Meistarinn, í tölvunni þinni. Þú getur búið til nýja heima, og nýjar sögur fyrir ævintýraþyrsta spunaspilara, með tilgerðu Neverwinter byggingarforriti. Þú getur breytt sögunni þinni að vild, farið í persónur sem aðalpersónurnar tala við, sagt vitur orð drekans, stjórnað bardögunum, bakvið tjaldið, allan tíman!
Reglur leiksins eru byggðar á 3rd Edition Dungeons & Dragons reglunum.

Einsog áður sagði, þá er leikurinn í 3D; hann mun nota nýjustu tækni í graffík og rendering. Leikurinn er í 3ju persónu, þú horfir á persónuna þína og getur stjórnað henni í gegnum leikinn. Þú getur súmmað inn og út frá henni; (líklega) súmmað út, þar til hún verður 1/15 af stærð skjásins, og svo inn, þar til persónan verður 1/3 af skjánum. Síðan náttúrulega geturu farið í kringum hana, skoðað persónuna og veröldina frá öllum sjónarhornum.

Þú mund getað spilað leikinn í bæði Single- og multiplayer. Í Singleplayer, er leikurinn um það bil 60 klukkustundir af leikspilun. Einsog BioWere er líkt, þá er Singleplayer plottið náttúrilega fjandi gott, fullt af sérstökum persónum, og mun líklega halda áhugasömum frá vinnu og fjölskyldu um tíma. (Ég ætla að loka mig inní herbergi með byrgðir af Coca-Cola, og fá næringu í æð:)

Í multiplay, þar liggur styrkur og stoð Neverwinternights. Það verður hægt að ráðast á kastala, sérstök bardagasvæði til að fíbbast á, og náttúrlega efast ritarinn ekki um gildi góðu og gömlu Dyflissu fjarsjóðsleitarinnar. Það er bara að fara nægilega helvíti langt niðurá við. (Eða uppávið, ef sagan gerist við rætur fjalls, og aðalherbergið er nær topnum.)
NWN er svo auðvitað hannaður með það í huga, að spilararnir þurfi að vinna saman á áhrifaríkan hátt, sem færir tölvuRPG nær upprunalega Blað&Penna spunaspili.
Og þegar sagan er búin, þá þýðir það EKKI að leikurinn sé búinn…

Svo mundu getað náð í aðrar sögur frá áhugafólki um leikinn, á netinu.
Hvort sem þú spilar Single- eða Multiplayer, NWN mun hafa nærri óendanlega möguleika af leikspilun!

Nú er bara að vinna saman, drengir og stúlkur! Tökum Classic adventure bók fram, og einfaldlega búum til þann heim sem okkur langar til. Ég er þegar búinn að hugsa upp ýmislegt fyrir Hringadróttinssögu…

AAAEOOOEEOOoo!!! (Ritari slær sér á bringu, er í Tarzan ham)

Single-player mode verður ekki svo ólík Multi-Player mode. Tölvan mun koma með stærri heri, á móti því sem þú verður sterkari, og reyndari.

Maður þarf ekki að vera Dyflissu meistari til að spila Neverwinter Nights. Þó, það er ekki lofað neinu í sambandi við sögur sem aðrir en BioWere hafa gert, en þeir gerðu Singleplayer mode þannig að sem flestir geti spilað leikinn án mikilla vandræða.

Neverwinter Nights Singleplay mun gerast í norðurheimi Forgotten Realms, vinsælasta Dungeons & Dragons heimsins, þeim sama og var notaður í Icewind Dale og Baldur's Gate seríanna. Þú mund ekki sjá geimverur eða geilsabyssur í þessum leik, heldur mundu mæta hræðilegum skrímslum, sjá ótrúlega galdra og Góðhjartaða riddara í leit að frægð og frama. Leikurinn er í því umhverfi sem var í Evrópu á miðöldum. Sagnir af stórfenglegum ríkjum, sem féllu til glötunnar, jafnvel veraldir…aðrir heimar. Hetjur munu þurfa að ganga veginn milli góðs og ills, milli hins stórfenglega sigurs og ömurlega ósigurs og eyðingar. Tökum til dæmis rit J.R.R Tokiens, Hringadróttinssögu og Hobbitan… Þetta voru eiginlegir fyrirrennarar D&D, og margra annara fantasy sagna spunaspilara nútímans.

Umhverfið sem leikurinn mun vera í, verða skógar, graslönd og borgir. Dungeons og kastalar, góðir og vondir… Stórir neðanjarðarhellar…ah…ég gæti haldið áfram endalaust….(Segjum bara: Allt sem þarf til að gera umhverfið í kringum Neverwinter.) Auk þess mun BioWere gefa út aukapakka fyrir leikinn sem munu innihalda fleiri tilesets. (Þetta sem maður notar til að gera skógana, grasið osfrv…)

Skrímslin í NWN munu vera um 200, byggð frá u.þ.b 50 mismunandi frumgerðum. Maður mun getað gert sín egin skrímsli frá þessum módelum, breitt lit, hegðun, osfrv, með NWN byggingarforritinu áðurnefnda. Síðari útgáfur af NWN munu innihalda fleiri formódel, til viðbótar við þau 50.
Þarna inni eru Drekar. BioWere hefur látið hafa eftir sér að drekarnir munu vera meðal gífurlegustu skeppna sem hafa komið á tölvuskjáinn hjá þér.

Töfrarnir verða náttúrulega snilld. Þeir eru teknir beint af 3ju útgáfu, Handbókar spilarans úr Dungeons and dragons. Auk þess mundu getað notað NWN byggingarforritið til að gera nýja hluti, með sérstaka galdra og gjörninga.

———————————–

Búið í bili, en meira síðar. Ég biðst ekki afsökunnar á stafsetningarvillum, vegna þess að það, að lesa þessa um þá dýrð sem er handan hornins… Það á það til að draga athyglina frá skrifunum.

Endilega sendið spurningar til mín ef þið eruð í vandræðum með eitthvað af þessu sem mér tókst svo fagurlega að klúðra á stundum.

Ég mun skilja það.
———————–


Nice, yes?


With the aid of sophisticated computer technology
and bottle of Coke. (Þakkir fyrir Coke ábendinguna, Mal3)
[Ç]