Flestir D&D aðdáendur kannast að minnsta kosti við nafnið Monte Cook. Þessi var einn af þeim sem hönnuðu Dungeons & Dragons 3rd edition, ásamt Jonathan Tweet og Skip Williams. Monte er líka með sína eigin heimasíðu, www.montecook.com og er nokkuð vinsæll í spunaspils heiminum.
Núna nýlega skrifaði kappinn bók, eða semsagt reglubók, fyrir D&D, sem hefur fengið heitið Arcana Unearthed. Hugmynd Cook's var að búa til Players Handbook, eitthvað til að lífga upp á 3rd edition sem er búið að vera til í 3 ár að ég held. Þetta er þó alls ekki endurgerð af PH, heldur önnur leið til að spila og horfa á leikinn. Arcana Unearthed hefur í rauninni sömu “basic” reglur enn nýjar leiðir til að t.d galdra og eru þarna alveg ný race og classes. Lítum á helstu nýjungar Arcana Unearthed.

—————————————– ————————-
CLASSES(/TEGUND/FLOKKUR/)

Ef þú lítur á flokkana í 3rd ed. þá geturðu skipt öllum þeim í þrjá flokka. Það er, sterki gaurinn, galdra gaurinn og klári gaurinn. D&D 3rd er með sterka gaurinn (fighter), galdra gaurinn (wizard) og klára gaurinn (rogue), og svo samansuður af þessum þremur flokkum.
Cook vildi fylla í þessi hlutverk því þau eru það sem flest fólk spilar. Hann byrjaði á því að gera tvo sterka flokka, the unfettered og the warmain. Unfettered er fljótur swashbuckler á meðan warmain er mannlegi (eða eitthvað) skriðdrekinn. Svo er líka þarna champion, the oathsworn og totem warrior. Champion fær sérstaka hæfileika byggt á hvaða málstað hann stendur fyrir, oathsworn notar ótrúlega tileinkun sína til eiðs eða loforð síns (minnir á monk) til að vinna bardaga og annað slíkt.
Þá var komið að galdra gaurunum, þeir voru, magister, the greenbond, runethane, og svo voru það tvö aðal galdra flokkarnir, the witch og the mageblade. Og hvað gera þau?
Magister er frammúrskarandi galdrakarl/kona sem notar oftast staf.
The greenbond notar náttúruöflin til að galdra og svo getur runethane búið til rúnir sem endast lengi og hafa einhverja sérstaka hæfileika (gætí ímyndað mér að rúnir væru mikið notaðar til að enchanta.).
Nornin góða er hálfgerður elemental caster en hún velur sér eitthvað merki og getur castað spellum sem hafa það merki. Svosem eldur, vatn, sverð, veður og slíkt.
Mageblade er nokkuð svalur flokkur sem notar sverðið sitt til að galdra með og er líka ágætur stríðsmaður.
Síðast en ekki síst voru það klára kallarnir. Reyndar er bara einn þannig, en hann er eitursvalur flokkur sem ég býst við að margir vilji spila. Hann er akashic. Hann getur rannsakað svolítið sem kallast “akashic memory” og fundið þar upplýsingar og lært skills á stundinni. Flott flott.
Þar hafið þið flokkana, nú skulum við kíkja á…

———————————————– ——————-
RACES(/KYNÞÆTTIR/)

Hérna er Cook búinn að gera dálítið sniðugt. Í Arcana Unearthed getur þú verið Tiny og Large karakterar sem mun líklega opna margar nýjar dyr fyrir spilara. Þú getur semsagt verið spryte eða giant (spryte eru svona litlir álfar). Þú byrjar samt t.d ekki large ef þú er giant. Þarna er líka dálítið nýtt sem kallast “racial levels”. Það er eiginlega eins og class levels nema hvað að þetta er…ekki alveg eins og class levels. T.d, ef þú tekur þrjú racial level í giant, þÁ verðurðu giant. Ekki spyrja, ég skil þetta varla sjálfur.
Svo eru það nýju kynþættirnir en þeir eru, verrik (dularfullir psychic gaurar), faen (einhverjar agnarlitlar verur að mér skilst), mojh (líka kallaðir dragon-scions, segir sig sjálft), ljónamenn, kallaðir litorians og sibeccai sem eru víst nokkuð dýrslegir.

—————————————– ————————-
FEATS (/HÆFILEIKAR/?)

Cook er búinn að skipta feats uppí tvo flokka. Fyrst er það talents, en þá máttu BARA taka í fyrsta leveli, talents fæddistu með og flokkast Immunity to poison og Natural Swordsman undir talents.
Svo eru það ceremonial feats. Þessir eru dálítið sérstakir. Þú getur aðeins fengið ceremonial feat eftir að hafa framkvæmd vissa galdra athöfn. Þeir gefa þér smávægilega “supernatural ablilities” svosem að geta gert galdrana öflugri og svoleiðis.
Cook bjó til ceremonial feat til að gera það erfiðara og meira persónulegra að hækka í reynslu eða um level. Ceremonial feats gefa líka meiri möguleika fyrir DMinn, þar sem hann getur hannað heilu ævintýrin í kringum ceremonial feats.

——————————————— ——————–
SPELLS(/GALDRAR/TÖFRAR/)

Eins og margir myndu eflaust átta sig á útfrá nafninu, Arcana Unearthed, þá er mesta breytingin á göldrunum. Cook endurhannaði galdrakerfið næstum alveg (ef ekki alveg). Það er einn galdra listi, þ.e galdrarnir eru ekkert flokkaðir, Druid spells, paladin spells o.s.f. Það er bara einn stór listi. Til að koma í veg fyrir að allir hefðu sömu galdrana. Göldrunum er skipt niður í simple, complex og exotic spells (Ok, svo þeir eru flokkaðir.). Hugmyndin er sú að því flóknari galdur, því miklu sjaldgæfari.
Allir spellcasters hafa aðgang að simple göldrum en aðeins nokkrir hafa aðgang að complex göldrum. Exotic spells eru ótrúlega fágæt og þarf að taka sérstakt feat til get castað þeim. Fáir kunna exotic spells og þeir sem kunna þau eru oftast öflugustu galdrakarlarnir/konurnar. Það er meira til við galdrakerfið og eitt það sem verðugast er að minnast á þetta, hvert spell hefur í rauninni þrjú effect, þ.e galdrakarlinn/konan getur castað galdrinum einu leveli lélegar eða einu leveli betra. Þ.e.a.s þú getur kastað 3 level galdri sem 2 level eða 4 level og tekur hvert viðeigandi spell slot. 2 level útgáfan væri lélegri en myndi spara spell slot og 4 level útgáfan væri betri en myndi eyða spell slots. Semsagt þú getur gert galdurinn betri eða verri ef þú vilt eða getur. Þetta kemur sér vel fyrir t.d control weather því þú vilt kannski ekki alltaf gera brjálaðan storm með eldingum og látum. Það er meira til við galdra sem ég ætla ekki að fara útí hér.

———————————————– ——————-

Það er fullt af öðru dóti sem ekki er farið útí hér svo sem combat (þó það eigi víst að vera nokkuð svipað).

Þessi grein er sterklega byggð á grein eftir Monte Cook sjálfan sem birtist í tvöfalda tímaritinu Dungeon/Polyhedron nr 101, ágúst 2003. Þetta er mjög góð grein c.a 4 bls löng og endilega kíkið á hana. Blaðið var ennþá til niðri í nexus síðast þegar ég vissi.

Vona að þið hafið haft gaman að þessari grein en ég skrifaði hana aðallega til að lífga aðeins uppá spunaspil. Koma svo spunarar, skrifa meira.