Ég vona að enginn móðgist, það er ekki ætlunin. Veljið þann möguleika sem er næst því að eiga við þig, stigin eru fyrir aftan.
1. Hvenær spilarðu?
A: 1 kvöld í viku (2)
B: 2 kvöld í viku (3)
C: Bara þegar við náum saman hóp sem er í stuði (1)
D: Mánudagskvöldum, Þriðjudagskvöldum, Miðvikudagskvöldum, Fimmtudagskvöldum, Föstudagskvöldum og allan daginn um helgar (4)
2. Hvað af þessu líkist mest uppáhalds persónunni þinni?
A: Prins sem er að leita að kórónu föður sín sem var rænt þegar hann var ungabarn (2)
B: Galdramaður með sérhæfingu í eldhnöttum (3)
C: Ungur þjófur sem reynir að sætta sig við fortíðina og þá hörku sem hann þurfti að þola í uppeldi sínu (1)
D: 17. Level Bókasafnsvörður/Launmorðingi sem á alveg ægilega flott galdrasverð (4)
3. Hvað talið þið vinirnir um eftir að þið hættið að spila?
A: Hvort úrskurður stjórnandans um að Hvíti Drekinn sé ónæmur fyrir snjóstorms galdri hafi verið réttur (3)
B: Um hvað það var táknrænt að tröllið skyldi gæta kvennabúrsins (2)
C: Nýjustu kvikmyndirnar (1)
D: Tala? (4)
4. Hvað gerirðu annað en að spila hugleiki?
A: Ýmislegt sem tengist hugleikjum (3)
B: Spila tölvuleiki (2)
C: Fer í bíó, les bækur (sem ekki tengjast RPG), fer á tónleika og bara nýt lífsins (1)
D: Veistu, ég bara skil ekki hvað þú átt við með “annað” (4)
5. Hvað er það besta við hugleiki?
A: Maður fær að drepa (4)
B: Að sleppa frá leiðinlega hversdagslífinu og gera eitthvað meira spennandi (3)
C: Að búa til sögur og heillandi persónur (2)
D: Að eyða tíma með vinum í að gera eitthvað skemmtilegt (1)
Niðurstöður
16-20: Þú gerir ekkert annað en að spila hugleiki, “Get a life” orðtakið var fundið upp fyrir þig
9-15: Þú gerir ýmislegt annað en að spila hugleiki, ef það er þoka úti þá gæti fólk haldið að þú værir eðlilegur.
8 eða minna: Þú lifir innihaldsríku lífi, átt þér ýmis áhugamál, þú átt jafnvel kærastu (eða þú ert kærasta sem gæti útskýrt niðurstöðuna), þú ert langt frá því að vera sorglegur. Þá er ein spurning í viðbót fyrir þig: Hvað ertu að gera hérna á þessu áhugamáli sjálfumglaða gerpið þitt?
<A href="