Heiti greinanna ættu að láta vita nákvæmlega hvað er verið að dæma og þá væri gott að þetta væri á þessu formi hér: Dómur:Heiti bókarinnar/spilsins [Hvaða kerfi tilheyrir þetta-Hvað er þetta]. Með “hvað er þetta” á ég við hvort þetta sé Skáldsaga, Spil (t.d. Vampire:TM eða AD&D), Kerfi (ætti t.d. við ef það væri verið að dæma GURPS grunnkerfisbókina) eða Viðauki (source bækur, bækur um staði eða ævintýri), síðan er náttúrulega spurning hve mikið þessum hlutum sem tengjast Spunaspilum/Hugleikjum ætti að hafa með.
Útgefandi og ár.
Höfundur/ar ef það kemur fram.
Vefsíða framleiðands væri líka skemmtileg viðbót við þessar almennu upplýsingar.
Dæmi:
Clanbook:Ravnos [Vampire:TM-Viðbót]
White Wolf 1997
www.white-wolf.com
Annað dæmi:
Vampire:The Masquerade 2nd ed [Spil]
White Wolf 1992
Mark Rein-Hagen
Annað.
Það sem væri gott að fá að vita um hverja bók er hvort hún sé auðlesin, hvort kerfið sé gott, er bakgrunnurinn góður, er hún vel skipulögð, hvernig gengur að spila þetta og svo framvegis.
Einkunnagjöf, það væri gott að hafa standard einkunnagjöf og þá er mín tillaga 1-10.
Ég vill endilega fá ykkar hugmyndir um þetta og líka álit.
Það væri síðan gaman ef stjórnandi áhugamálsins, hann Vargur, myndi láta upp kork sem heitir “Dómar” ef honum finnst það góð hugmynd.
<A href="