Fasa Fer Núna, eftir 20 ára störf, hefur Fasa Corporation, framleiðendur Shadowrun, Earthdawn, Battletech, Mechwarrior, Crimson Skies og Vor, hætt störfum. Áður en þeir loka öllu ætla þeir að klára birgðir sínar og afgreiða allar pantanir sem liggja ennþá inni hjá þeim.

Einnig má geta að miniature framleiðendurnir Ral Partha voru í eign Fasa.

Fasa mun selja sín stærri leyfi, Shadowrun og Battletech ásamt ákveðnum parti af Ral Partha, til Wizkids LLC. Sem eru framleiðendur Mage Knight Rebellion sem er Collectable Miniature Game sem hefur vegnað vel vestan hafs.

Til gamans má geta að einn af upphafsmönnum Wizkids er Jordan Weisman sem var einn af upprunalegum stofnenum Fasa Corporation.
Þannig að Shadowrun og Battletech telst vera í góðum höndum.

Þessi yfirlýsing var gefin 25 janúar 2001 þannig að þetta er dáldið á eftir áætlun :)

Við vonum bara að Shadowrun og Battletech fái almennilega meðhöndlun hjá <a href="http://www.wizkidsgames.com">Wizkids</a>.

Aftur á móti mun þetta ekki hafa nein áhrif á Mechwarrior eða mechcommander leikina sem er bygg á Battletech þar sem Microsoft keyptu Fasa Interactive fyrir ári.
[------------------------------------]