Mitt álit er að dauðinn sé nauðsynlegur í spilum, spennan hlýtur að hverfa ef dauðinn er ekki líklegur.
Dauðinn á ekki að vera einfaldur, ég hef séð ágæta spilara hundsa það algjörlega þegar besti vinur þeirra er drepinn, skilja bara líkið eftir og hugsa ekkert um þennan látna vin sinn, síðan birtist allt í einu persóna sem er tekin í hópinn án nokkurs vandamáls.
Stjórnendur gera þetta á mismunandi hátt, það eru til stjórnendur sem líta á það sem markmiðið að drepa allar persónurnar, aðrir leyfa endurkast í þeim aðstæðum sem persóna hefði annars drepist.
Ég man eftir einum stjórnanda sem mætti með bunka af Charecter sheetum og útdeildi síðan einu til hvers og síðan þegar einhver drapst þá var gamli characterinn settur neðst í bunkann og þú tókst þann efsta.
<A href="