Ég hef ekki spilað þessi fyrra tvö spil og hefði gaman af því að heyra um þau (ég hef að vísu heyrt margt um Paranoia).
GURPS Goblins var örugglega klikkaðasta sem ég hef spilað, þú ert að spila goblin en ekki svona týpaskan AD&D goblin. Þessir búa í London um miðja 18du öld, þeir lifa erfiðu lífi, meðal þess sem hefur áhrif á persónusköpun eru atburðir sem henda þá á fyrstu árum lífsins, shit happens. Þér er kastað út í Thames á sem mun líklega valda vatnshræðslu, þú ert fastur í brauðkassa og það valdur offitu, því miður er ég búinn að gleyma hvað kom fyrir persónuna mína sem olli því að hann fékk…errr… Necrophila.
Mjög algengt er að Goblins eigi afmæli 1. apríl og eru nöfn þeirra oft tekin úr Biblíunni, nöfnin eru samt ekki Biblíunöfn heldur bara eitthvað úr Biblíunni vegna þessa að Goblins eru ekki það klárir (svipað og Thou-Shalt-Not-Commit-Adultery-Pulsifer úr Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman). Gallinn við þetta spil var helst það að Stjórnandinn þurfti að hafa mikla hæfileika til að leyfa spilinu að þróast á eigin spýtur en það hafði stjórnandinn okkar ekki (eða þá að við, spilararnir vorum svona vitlausir og leiðinlegir) þannig að það varð í raun lítið úr þessu nema skemmtun fyrir okkur tvo af fjórum spilurum sem lifðum okkur mest inn í þetta.
Hafið þið lent í svipuðum vanda með húmorspil, hafið þið reynt eitthvað skemmtilegt?
<A href="