Æj ég fann ekki upp á betri fyrirsögn í augnarblikinu þannig að þetta verður að duga.
Ég og vinkonur mínar hittumst um hverja helgi þarsíðasta sumar og spiluðum D&D allveg eins oft og við mögulega gátum. Ég og vinkonurnar höfum ekki hist eins oft og áður því nú er ég í öðrum skóla en þær. En það skiptir engu máli því þær allar koma í sama skóla og ég er í eftir nokkra mánuði hehe. En engu að síður á meðan ég og stelpurnar vorum ekki saman þá var ég með góðum vinum mínum og við spiluðum líka D&D eins oft og við gátum. Stelpnahópurin og strákahópurin þekkjast ekki og stakk ég upp á við báða aðila að við blönduðum báðum hópum saman og spiluðum D&D í sumar, þá verðum við upp í 10 samann að spila. Öllum leist vel á hugmyndina þannig að djöfull verður gamann í sumar ;)
En nú eru prófin að nálgast óðfluga og strákarnir geta ekki beðið að byrja að spila og eru byrjaðir að spurja allskonar spurninga eins og á hvaða lvl. byrjum við og svo framvegis. En stelpurnar vilja ekki pæla í þessu fyrir eftir prófin enda eru þær ð fara að taka samrændu prófin (ein mikilvægustu próf í lífi þeirra) þannig að ég styð þeirra sjónarhorn. EFTIR prófin þá getum við pælt í þessu.
En hey mér leiddist og ákvað að skrifa eithvað og þetta er árangurinn. En þegar við spilum þá er það öruggt að ég verð Druid. Ég er að spá í að mastera Druid classið því að ég hef alltaf verið svolítill Druid í mér ;)