Mér finnst oft að stjórnendur nýti sér ekki almennilega tækifærin sem spilararnir, spilið og ævintýrin gefa þeim og ég ætla að nefna nokkur dæmi hér fyrir neðan.

Algengt er að spilarar lendi í átökum og það verða kannski eftir lík en aldrei gerir lögreglan neitt, það er oft eins og það komi svona hreinsunarlið eftir á og eyði öllum ummerkjum svo að það trufli ekki söguþráðinn, maður á að nýta svona hluti til að búa til Subplot.

Hópurinn hefur verið að berjast við einhverja aðila í ævintýri og nær markmiði sínu, næsta ævintýri byrjar og allir gömlu óvinirnir hverfa, endurnýtið gamla óvini, búið til svona erkióvin sem hægt er að nota aftur og aftur.

Oft þá finnst mér eins og karekter komi úr lausu lofti, enginn fortíð, engir ættingjar, engir vinir og ef það eru einhverjir svoleiðis til staðar þá eru þeir ekki nýttir.

Eitt vil ég nefna að lokum vegna þess að það pirrar mig, hve margir byrja ævintýri inn á krá (gæti verið krá í ad&d eða krá árið 2020) þar sem einhver (oft Mr. Smith) kemur upp að hópnum og býður þeim verkefni, kommon, þið getið betur en þetta.

Ef þið eruð að nota ævintýri sem aðrir hafa skrifað þá ættuð þið að muna að þú mátt breyta því, eiginlega myndi ég segja að þú ættir að breyta því, notaðu góðu hugmyndirnar, blandaðu þeim við þínar, ekki fara eftir bókinni í einu og öllu, ef þú gerir það alltaf þá ertu ekki að nota tækifærin.
<A href="