Nú hef ég soldið verið að hugsa um hvaða áhrif spunaspil hefur haft á mig og mitt líf, hef verið að leika í stuttmyndum svolítið undanfarið og í mínu áliti amk virðist ég vera ágætur leikari, held það megi vel vera að það sé bein afleiðing þess að ég spila D&D, gurps, vampire larp… osfrv
Einnig er ég að beta testa EvE-online núna.. og hef virkilega mikið gaman af þessum leik, þar sem ég lifi mig inn í hlutverk mitt mjög mikið og er búinn að búa til stóran heim í kringum það sem characterinn minn stefnir á í þessum heimi (þetta hefur jákvæð áhrif á bæði skemmtun mína og þeirra sem eru í kringum mig að ég held) Nema kannski þeir sem fá að þjást fyrir eðli mitt (ég stundum nefndur svikuli backstabber djöfullinn í roleplay heiminum)…
Svo hefur hlutverkaspil haft víðtæk áhrif á námslíf mitt, t.d. var ég ekkert rosalega mikið að nenna að læra í skólanum síðustu ár… Bjó kannski til charactera eða teiknaði vopn og fólk í stað þess að sitja yfir eðlisfræðibókum eða hlusta á líffræðikennarann… Náði rétt svo að útskrifast úr MH á náttúrufræði og eðlisfræðibrautum, veit ekki hvort ég hefði unnið meira í skólanum ef ég hefði ekki verið djúpt sokkinn í D&D en slíkt tel ég nokkuð líklegt. Samt sé ég ekki eftir neinu, D&D hóparnir sem ég hef verið í hafa einnig haft talsverð áhrif á félagslíf mitt, bæði góð og slæm áhrif þar sem ég hef verið rekinn úr spunaspilshópum og þar af leiðandi úr Real Life hópum einnig að meira eða minna leyti (Kannski ég sem rak mig úr þeim reyndar en hvað með það)
Ég geri ráð fyrir að margir aðrir sem hafa spunaspil sem stóran hluti af lífi þeirra hafi svipaðar sögur að segja, og náttúrulega ekki bara spunaspilarar, ef maður eyðir miklum tíma í eitthvað hefur það alltaf mikil áhrif á mann, sama hvort það er fótbolti, ballett eða spunaspil.
Ég tel spunaspil hafa gert mig miklu hæfari í félagslega, sem og í almennum mannlegum samskiptum… Held ég sé mun betri maður eftir að hafa “æft mig” í ímynduðum heimum ýmsum.
Einhverjir aðrir sem hafa verið að hugsa um svona álíka?
kveðja, Andri