Jæja þar sem það er mest lítil hreyfing á þessu hjá okkur ætla ég að segja frá nýjasta D20 kerfinu sem er til sölu í nexus.
Spycraft er kerfi byggt á D20 systeminu. Í þessu kerfi spila menn ofurnjósnara, einna best er að lýsa þessu sem persónunum úr mission impossible en græjunum úr Bond. Það eru nokkrir megin munir á Spycraft og öðrum D20 kerfum.
Líkt og Starwars RPG notar spycraft “wounds and vitality” reglurnar, en frábrugðið starwars eru armour damage reduction með höndluð á annan hátt.
Klössinn eru eining örlítið breyt, og til hins betra að mínu mati, öll fá þau einhvern bónus á hverju leveli, ekki bara saveing throws eða attack bonus. Alltaf eitthvað special ability á hverju leveli.
Combat systemið er einnig frá brugðið á þann hátt að það er búið að fella niður multiple attacks fyrir háu levelinn, 20sta level soldier í spycraft er með base attack modifier upp á +20 ólíkt +20/15/10/5 hjá 20sta level fighter í D&D. Þetta flýtir bardögum til muna og einfaldar þá mjög.
Síðan kemur einn nýr liður og það mjög sniðugur að mínu mati, Chase system. Í spycraft er miklu púðri eitt til að hanna gott og nothæft kerfi til að með höndla alls kyns eltingaleiki á farartækjum.
Ég myndi mæla með að allir skoðuðu kerfið, í það minnsta, þar sem þeir eru með margt skemmtilegt og forvitnilegt í gangi þar. Ég mæli eindregið með Spycraft sem spila kerfi.
Tves - I dont suffer from insanity I enjoy every minute of it