Ég var að kaupa mér Ultima Online tölvuleikinn og er búinn að spila í svona hálfan mánuð núna og finnst það voða gaman. Alla vegana þá er ég að pæla hvort það séu einhverjir Íslenskir UO spilarar sem væru kannski til í að hittast einhvern tímann, kannski að stofna guild eða eitthvað svona Íslenskt því að allir sem ég þekki Í UO eru útlenskir og eru á allt öðru tíma zóni en ég svo að maður hittir þá ekki nógu oft til að skipuleggja eitthvað ævintýri til að lenda í. Ef einhver fer í Ultima á morgun þá verð ég væntanlega í Moonglow að drepa undead annars heng ég mest í Britain, en er kominn með hundleið á þeim stað og langar í eitthvað júsí ævintýri..
Já svo að öðru, er ekki löngu kominn tími til að Warhammer fái sinn eigin áhugamála dálk? Og af hverju er mynd af Chaplain þarna uppí hægra horninu? er til W40k spunaspil? ef svo er verð ég að vita af því…
Ójá ég heiti Topknot í UO og geng alltaf í brúnum kufl og ríð á ostardi sem heitir Nuffnuff…
Orðinn þreyttur farinn að sofa…