Þetta er kannski full einhlýt frásögn.
Vampire og D&D eru einfaldlega sinn hvor hluturinn. Þessi tvö spil draga að sér mismunandi leikmenn og stjórnendur. Vampire býður ekki upp á meiri möguleika til að roleplaya einsog þú segir, það er ekki rétt. Hugsaðu þig aðeins um. Öll spil, heimar og kerfi hljóta að bjóða upp á jafnan möguleika á að roleplaya vegna þess að sá þáttur liggur algjörlega í höndum þeirra sem spila, ekki í spilunum sjálfum. Það er til fullt af fólki þarna úti sem er að roleplaya þungaviktar dramatíska D&D charactera, og líka til fullt af fólki sem er að hack'n'slash, powerplay-a Vampire. Þetta fer allt eftir spilurunum og stjórnandanum. Vampire hefur dramatískara sögusvið en D&D, en það er ekkert sem segir að menn roleplayi betur í Vampire en D&D.
Að lokum má í raun snúa því sem þú sagðir í andstæðu sína. Vilji menn roleplaya þungaviktarcharactera og spila í mikilli dramatík er Vampire matreitt beint á borð fyrir þig með sögusviði sem hæfir, og það krefst ekki gríðarlegrar áreynslu að stjórna dramatík í Vampire, þar sem hún skapar sig að vissu leiti sjálf. Viljir þú hinsvegar fá challenge sem gæti rist djúpt þá krefst reglulegrar getu og áreynslu að gera slíkt hið sama í D&D, og alveg að lokum, þá er D&D ekki fyrirfram ákveðinn heimur. Þú hefur í Vampire mun meira að styðjast við hvað heiminn varðar en í D&D.
áramótakveðja,
V a r g u r, sem stjórnar bæði D&D og Vampire, hvort tveggja með áherslum á roleplay.