Disclaimer: Hér á eftir fara EKKI raunverulegir atburðir heldur spuni sem spilaður var 3. janúar… allir þáttakendur vita muninn á réttu og röngu en ákveðið var fyrirfram að spila vondar manneskjur. Heimurinn er Forgotten Realms, third edition dungeons and dragons. Persónurnar hafa verið spilaðar áður.

Í nótt var rétta nóttin, Enriqe DiMarco fann það á sér. Hann hafði skipulagt verkið í fjóra mánuði og ekki sparað neitt til, Mask yrði stoltur. Verkið var jú aðeins til að ná athygli Mask og þvílíka athyggli það ætti að vekja! Konungur Cormyr, reyndar bara smábarn ennþá, myndi mæta örlögum sínum… af hendi Enriqes. Systir kóngsins, Stál-Prinsessan, yrði kannski smá hindrun en með aðstoð galdravökvanna sem Rauði-Garldrakarlinn frá Thay hafði selt honum myndi hún líklega ekki einusinni taka eftir honum.
Enriqe virti fyrir sér konungshöllina í gegnum gleraugun sín. Það var örlítil tunglskína í gegnum skýaðan himininn, hann var heppinn með veður og klappaði sjálfum sér á bakið í huganum fyrir að eiga slík snilldar gleraugu sem leifðu honum að sjá í myrkri. Hallarinnar var vel gætt af Purpura-Drekunum en jafnvel þeir hafa blindan blett í sjóninni og á hárréttu augnabliki skaust hann yfir torgið sem umlukti kastalaveggina, skaut krækjunni með silvurreipinu upp vegginn og klifraði. Þegar upp kom rétt náði hann að fjarlæga sönnunargögnin og stökkva niður í hallargarðinn áður en Purpura-Drekinn snéri sér við. Enriqe skaust á milli runnana og gosbrunanna upp að höllinni sjálfri. Hann íhugaði að fara beint upp á svalirnar þar sem Prinsessan sýndi bróður sinn daginn áður en ákvað að fara frekar beint uppá þak… það færi öruggara að fara smá krókaleiðir. Hann klifraði á ofsahraða upp vegginn. Á þakinu sá hann að það var lítill garður í miðju kastalans, líklega notaður fyrir þjálfun hesta eða einstaka balls. Hann smaug niður í garðinn og fann innganginn að eldhúsinu. Hann leitaði að gildrum og varð þannig séð ekkert hissa að lítill viðvörunnar-galdrur var festur við lásinn. Lítið mál fyrir meistara þjóf, honum tókst að opna lásinn svo óaðfinnanlega að viðvörunin fór ekki í gang. Eftirleikurinn var auðveldur, læðast úr eldhúsinu og finna herbergið. Err… hann uppgötvaði að hann vissi ekki nákvæmlega hvar herbergið væri sem drengurinn var geymdur í. Enriqe ákvað að byrja að athuga í aðalherbergið, þar sem hann vissi að prinsessan svaf.
Nokkrum skúmaskotum síðar kom hann að hurðinni, hún var sett með tveim varnargöldrum sem hann rétt náði að aftengja. Hann smeygði sér inn rétt áður en vörðurinn kom fyrir hornið. Léttur andvari blés inn í herbergið frá svölunum og ínnar í herberginu heyrðist andadráttur þess er sefur vel. Enriqe lættist sem mús inn að risastóru rúminu, þar lá Stál-Prinsessan í djúpum svefni. Annað lærið lá undan sænginni og brjóstin færðust hægt upp og niður, örlitlar hrotur heyrðust annað slagið. Við hlið rúmsins var vagga. Þvílík heppni! Systurinni þykir greinilega svo vænt um bróður sinn að þá sjaldan sem drengurinn er ekki í felum sefur hann hjá henni. Einmitt sú væmni sem Enriqe stólaði uppá. Drengurinn lá í vöggu sinni, sakleysið upp málað og steinsofandi. Enriqe dró hægt upp hnífinn sem hann hafði keypt hjá gildinu sínu, galdragripur sem virtist njóta þess í ríku mæli að drepa á laumulegan hátt. Hnífurinn naut þess svo vel að Enriqe rann jafnvel kalt vatn milli skins og hörunds, hann hálfpartinn skildi afhverju fyrrverandi eigandinn hafði kastað gripnum frá sér. Enriqe myndi þó seint losa sig við gripinn, hann var einfaldlega of notagóður.
Hnífurinn var farinn að titra af eftirvæntingu svo Enriqe lét undan og rak hnífinn í hjarta ungabarnsins. Það emjaði ekki einusinni, bara… hætti að anda. Hann fann fullnægjunar tilfinninguna frá hnífnum og leit á prinsessuna. Það væri freistandi, en þá yrði ekki eins mikið drama útfrá falsaða bréfinu sem hann ætlaði að planta á bestu vinkonu hennar og aðal-garldrakonu Cormyr. Jú afhverju ekki að nota tækifærið! Þá væri bara einni færri “oh-so-goody-two-shoes” eftir í heiminum… og þá væri enginn til að verja garldrakonuna. Enriqe hélt nirðí sér andanum er hann skar prinsessuna snöggt á háls. Hnífurinn ætlaði að fara yfirum af ánægju.
Enriqe læddist fram á gang að næstu hurð, þá var komið að því að planta sönnunargögnum. Á hurð garldrakonunnar voru þrjár galdra-gildrur. Hann ákvað að byrja á þeirri öflugustu og vinna sig niður, það reyndust vera stór mistök. Hann hafði aftengt gildruna en sá aflminsta fór í gang; viðvörunar ýla. Hann heyrði verðina vera að hlaupa inn ganginn og garldrakonuna rýsa úr rekju. Það var komin tími til þess að láta sig hverfa.
Lilli, hesturinn klári, hrökk við þegar meistari hans birtist óvænt hjá honum í hesthúsinu þar sem hann hafði verið skilinn eftir. “hu! Þú gætir varað mann við þegar þú ætlar að nota ferða-hringinn” hnausaði í huga Enriqe frá Lilla. “sorry, ég var að flýta mér! Komdu þér af stað, við verðum að yfirgefa Comryr núna strax” hvíslaði Enriqe um leið og hann söðlaði Lilla. “En ég var um það bil að hössla þessa flottu meri!” tautaði Lilli vonsvikinn í huga Enriqe. “Kannski hefði ég ekki átt að kaupa þessa gáfna-galdrahluti fyrir hann, lífð væri örugglegra auðveldara án gáfaðs reiðskjóta” hugsaði Enriqe en bægði því fljótt frá, ef hann hefði ekki keypt hringinn og ennisbandið myndi honum líklega leiðast of mikið á löngum ferðum sínum um Faerun.

Þegar til Dilpur kom, þriðju stærstu borgar Impildur, fannst honum hann loksins öruggur. Hann treysti því alveg að hringurinn frá Rauða-Garldrakarlinum myndi vernda hann frá hnýsnum augum garldramanna og presta en það var alltaf eitthvað öruggt við að koma heim. Heim í nýsmíðaða húsið sitt, gert af meistara smiðum dverga. Það kostaði offjár en alveg þess virði.
Fyrsta verk Enriqe var að heimsækja leynt musteri Mask í þjófa gildinu. Hann hunsaði heilsu prestins og gekk beint upp að altarinu. Þar setti hann Hnífinn og kraup niður. Fyrir honum byrtist sýn; hann sá prestynju byggja hof í Halruua, landi öflugra góðra galdramann, til heiðurs Waukeen, gyðju auðs, og svo sig drepa konuna á sársaukafullan hátt og hofið hrynja.
Enriqe vissi strax hvað hann þurfti að gera. Hann tók hnífinn, sem virtist eitt andartak… öðruvísi. Nei það var líklega bara ímyndun. Hann sótti kunningja sinn Matrim Cohern og saman fóru þeir á hestum sínum til Halruua.

…framhald síðar

kv.
IceQueen