Jæja enn eitt málið þar sem hlutverkaspili verða kennt um!
Í svíþjóð fannst höfðu og síðan búkurinn á 22 ára gömlum ropleyara sem virðist hafa stundað vampire the masqurade í live action roleplay. Grein um þetta var í vísir, mbl og síðan Dv (hef ekki ennþá lesið moggan). Og auðvitað voru allar greinarnar með einhverja fáfræðislegar staðreyndir um rpg og hugmyndirnar á bakvið þær. mbl “Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikirnir snúast meðal annars um vampírur þar sem rómantískum blæ er varpað á dauðann” Dv “vampírumorð eru ekki ókunn en 16 ára drengur var dæmdur í lífstíðarfarfangelsi í BNA eftir að hafa myrt foreldra vikonu sinnar en hann var að leika hlutverk í téðum vampíruleik”
Þegar ég les þetta verð ég vonskvikin og hneykslaður yfir því að fólk er með svona mikla fordóma og fáfræði gangvart rpg. Og síðan að tengja svona við hrottalega glæpi. Það er ekkert verið að velta sér upp úr því hvort þetta geti tengst tölvuleikjum, bíómyndum, skák, fótbolta osfrv. Ef þekktur skákmaður er myrtur þér er ekkert farið út í hvort það hafi verið skákíþróttini að kenna þótt svo að í henni sé mikið af myndlíkingum um dráp, fórnir osfrv.
Auðvitað er það ekki gert! Vegna þess að einstaklingurinn sem gerir þetta er auðvitað ekki í lagi! Það er eitthvað að honum en ekki hlutverkaspilinu sem slíkt.
Vonandi fer ekki umræða í gang sem fjallar um hvað mikið rpg er slæmt!