Hér mun ég segja þeim sem áhuga hafa um skemmtilegan hóp hetja sem byrjuðu á 1 lvl í 2nd ed. d&d en eru nú á 15-18 lvl 3 ed. d&d. Þau fyrstu voru búin til fyrir rétt um tveim árum síðan (1 og 1/2 +)
Once upon a time in a land far far away called Andoria…
Andoria er konungsdæmi sem hefur konungsveldið Samora norður fyrir sig, Morovia í austur, Breen í NA, sjóinn í vestur (þar sem empire af sjóræningjum á aðsetur) og nokkuð ókannað landsvæði í suður (það er vitað að wood-elfs og orkar búa þar). Á hvaða plane þessi konungsdæmi eru skulum við láta liggja milli hluta en guðirnir sem dýrkaðir eru eru komnir frá ForgottenRealms.
Andoria er hið “klassíska” ævintýra land: kóngurinn ræður og hann hefur sína dyggu riddara sér við hlið. Í höfuð borginni eru nokkrir starfandi Mageware shops, það er álfaskógur á landamærum Andoria og Morovia, Dvergar búa í fjallgarði í miðju landinu, halflings búa í hólum nálagt einni stærstu á svæðisins The Elven Gift, orkar og aðrar skemmnur herja á ríka jafnt sem fátæka og sögur segja af tveim rauðum drekum sem búa í TwinPeaks og einum gömlum svörtum í feni… en allir halda að hann sé dauður.
Hetjurnar sem upphaflega stóðu að stofnun hóps sem kallar sig “warriors of nature” komu úr mörgum áttum og ólíkum:
Gronso the Firbolg (giantkin) er matmaður mikill og ef hann missti sverðið sitt stóra í bardaga gat hann vel tekið upp sleif og höggvið mann og annan.
Lanothar Silversword the small, bulky elf sem dýrkar Correllion og er óhræddur við að sýna mátt guðs síns.
Elowar Strongbow er ungur þögull álfur sem hittir ætíð í mark með boga sínum
Jason McFerson ungur mannlingur sem hefur óseðjanlegan áhuga fyrir plöntum
[ónefndur] galdramaður að austurlenskum uppruna sem talaði aldrei eftir sólsetur
Sprinkletoe Lightfeather var ung kender sem “óvart” móðgaði garldrakarl á Krynn og áleit hún strax Gronso vera sinn besta vin.
Þessi hópur hélt lengi vel saman fyrir utan galdramanninn sem virtist eiga erfitt með að venjast “vestrænum” siðvenjum og yfir gaf hópinn en í stað hans kom barbari-dvergur… og svo human-fighter (entist ansi lengi)… og svo human-barbarian… og elf-druid-shapechanger… oh you get the point!
Anyways, þessi grúbba hélt ansi vel saman og afrekaði margt fyrir konunginn. ekki leið á löngu fyrr en ákveðið var að hafa Endoria (lítið farming-village at the time) sem “höfuðstöðvarnar” og því var keyptur kastali sem að hruni var kominn og hann byggður upp. Fjáröflunin gekk ekki slysa laust og var skipt við dverga, sjóræningja, nornir, grunsamlega galdramenn og álfa. Þegar bygging kastalans var langt á veg komin var hópurinn búinn að vinna sér inn aðdáun kongungs og afþvi það vantaði yfirvald í Endoria og nágreni var hópnum boðin baróns tign. Gronso varð fyrir valinu og var fólkið mjög ánægt með það.
Þrátt fyrir barónstignina héldu allir ótrauðir áfram að leita ævintýra og verja hið góða.Nýr maður bættist í hópinn, Lantoran Silversword bladesinger með meiru og féll hann strax í kramið. Að því kom að Kenderinn dó, eins og gerist með hennar kyn (Hún var notuð sem hafnarbolti af tveim alvöru risum þegar hún ætlaði bara að scouta aðeins… í alvöru! :) ). Hún var þó endurlífguð í formi Pixie og Lanothar til mikillar ánægju var hún svo hrifin af vængjunum að hún gleymdi sér í smá stund og flaug uppí himininn og sást aldrei aftur, þá var hópurinn á 5-8 lvl og að skipta yfir í 3 ed. Í stað hennar kom ung “álfa” mær (half-drow sorceress) henni tókst að þröngva sér uppá hópinn þó Lanothar og Elowar tækju hana aldrei í sátt. Einnig bætist við fersk persóna á svipuðum tíma, elven rouge sem hét… einhverju fallegu nafni ;) Hún var falleg, klár og fim og þurfti sko ekki að spyrja tvisvar þrátt fyrir vafasama fortíð og þrá fyrir gulli.
Félagarnir börðust við sjóraningja, orka (lanothar's favourite), kobolts-assasin, werewolf-elves, brjálaða sígauna, illa djöfla og skrítna strumpa. Þau áttu líka í deilum við ýmsa og byrjuðu “óvart” stríð milli Morovia og Andoria. Þau unnu stríðið þó það hafði vissulega tekið sinn toll. Þau leystu margar þrautirnar og gerðu gott en ljóst þótti þó að Elowar og Lanothar væru svoldið skapstórir og fordómafullir g oft gekk illa að hemja skap þeirra.
Felagarnir ferðurðust eitt sinn langt norður á bógin og hittu þar tribe af barbarians sem voru í miklum vandræðum vegna hvíts dreka. Hópurinn frelsaði barbarana og þeir vildu endilega gera Gronso að sínum höfðingja og fluttu til Endoria. Nú var Endoria ekki legnur lítið farming village heldur iðinn smábær þar sem ægði saman mannlingum, barbörum og stöku álf og dverg. Allir lifðu í ágætri sátt og sáu ævintýra mennirnir um að þjálfað var upp “lögregla” sem var blönduð bóndum og barbörum til að halda friðinn.
Stúlkan með fallega nafnið dó eftir miklar hörmungar með vampírur og í stað hennar kom litla systir hennar sem heitir Sonja.
Hópurinn eignaðist öfluga andstæðinga er tíminn leið og náðu þau athyggli keisarynjunnar á Sunset isle (sjóræningjaeyjunum), djöfuls, sígauna og konungsins í Moroviu. Sem betur fer fyrir hópinn starfar hið illa ekki saman svo hægt var að fást við einn í einu.
En ekki voru það bara óvinir sem veltust upp heldur eignuðust menn líka vini. Konungur Andoriu, prinsessan í Samora, galdrakarla, keisarinn á Emerald isle og ungur “blár” dreki voru meðal þeirra sem öflugastir voru. Svo náði Gronso sér einnig í konu á meðan Lanothar var að fást við “some issue regarding points of view about religion”. Elowar var á tímabili með “tvær í takinu” en átti illa með að átta sig þar til hann komst að önnur var “flagð” undir fögru skinni (var half-drow, þóttist vera álfur), hann hefur þó ekki enn hafið “alvöru” samband við hina þar sem bæði eru örlítið feimin. Lantoran eignaðist öflugan “mentor” sem hefur snúið honum frá Bladesinger og algerlega til galdra. Sonja var dugleg að ríða þjónum þar til hún hitti eldri bard (human) sem hreifst af henni og vill giftast… núna sefur hún hjá honum OG þjónunum ;) Nýr meðlimur kom í hóp hópinn: Silvio, human wizard and architecht og reyndist hann öflugur og hjálp samur. Jason svaf hjá: djöfli, alfi, “nokkrum” humans og hálfálfum, nymph og prinsessu -svo voru sögur um hve “heit hann elskaði plöntur”. Larenka breyttist smám saman í dreka og náði að fá samþykki nokkra í hópnum þó Lanothar sé enn óunnið vígi. Seinna kynntist hópurinn líka skapstyggum gulldreka sem tók sér bæli “blá” drekans eftir að hann “hvarf”.
Keisarynjan var “leist frá störfum” eftir að blái-pet-drekinn hennar hafði verið drepinn og altari hennar (tileinkað Shar) eyðilagt.
Sígaunarnir reyndust varúlfar og var þeim slátrað (þó ekki allir í grúbbunni væru sáttir við það… hið illa skap manna þótti ekki góðs viti).
Konungurinn í Moroviu virtist að lokum “gefast upp”… sérstaklega afþví hóppurinn hafði engan áhuga á að fást við hann, voru of upptekin í að hefna sín á sjóræningjum.
Djöfullinn gengur enn laus og ekki er vitað hvað hann mun gera… það verður örugglega ekki fallegt
…og svo er dragonlich sem er enn einhverstaðar en enginn veit hvort hún flúði eða bara ákvað að fara…
Þegar hópurinn fann óska stien og gat óskað sér þess er hann vildi óskaði fólk sér margs. t.d. óskaði Sonja þess að vera drottning Sunset isl (fyrrv. aðsetur sjóræningja) og Silvio óskaði wizardtower.
Bæðu fengu ósk sína uppfyllta og er Sonja að láta byggja höll sína og alvarlega að íhuga brúðkaup með Bardinum… með því skilirði að hann taki Oath sem er bundinn með galdri …en hún ekki ;) Það er þó evil-priestess of Shar sem eru að reyna að stjórna henni í embættinu, hvort það tekst time will tell ;)
Þegar við spiluðum síðast stóð hópurinn aktífi saman af:
Silvio, human wizard & architech
Lanothar silversword, Faywarden
Lantoran Silversword, elven wizard
Elowar, Elven archer/master bowman
Larenka, half-drow-dragon sorcerer
Sonja, elven rouge og sjarmör
Jason McFerson, plantlover, human druid.
Við ákváðum að leggja grúbbunni og taka hana aðeins upp annað slagið þar sem hún væri nokkuð öflug:
Gronsó er barón, giftur og á tvíbura
Silvio á wizardtower og getur eytt rest æfi sinnar það þess vegna
Elowar byggði Dómkirju tileinkuð góðum álfaguðum og á nú lítið hú útí skógi, tilbúið fyrir litla fjölskyldu ;)
Lanothar er að gera höggmyndir af öllum guðunum og er yfir-prestur í kirkjunni
Lantoran er í kennslu hjá “elven” wizard :) …og telur sig vanta konu
Sonja er drottnign og mun brátt eiga kastala og mann
Larenka æðir enn um landið með “sýningar” sína og flýgur á milli í formi dreka.
Jason heldur áfram að rækta skóga og heilsa uppá barmaidens… :)
ég vona að einhver hafi haft gaman að þessu og vona að þið takið tillit til þess að hér er farið yfir nær tveggja ára spila-tíma þar sem spilað var amk einusinni í viku og skiptuðumst við 3 á að stjórna. við vorum 8 þegar mest var (með DM) svo það eru margar sögur og ég var ekki einusinni alltaf á staðnum (due to my work) :)
kv
IceQueen
p.s. ef það er e-ð sem er ekki á hreinu með þetta (nenni ekki að fara yfir því klukkan er 4 að nóttu #bros#) þa spyrjið bara.