Er einhver hér sem hefur spilað baldurs gate leikinn ? Það er að vísu tölvu spunaleikur en það er mín eina reynsla af þessu öllu og ég elska hann og dái. Ég hef engan vettvang til að tala um hann á, því hann hefur gersamlega heltekið mig og núna eyði ég nærri öllum frístundum í að spila hann en geri aldrei neytt með vinum mínu (sem skilja ekki hvurslags taki hann nær á manni). Ég hef unnið fyrri leikinn og er komin nokkuð áfram í númer 2. Kannist þið eitthvað við að vilja ræða um þetta hér ? Það myndi gleðja mig ósegjanlega ef einhver ætti við sama áhuga á honum að stríða og ég. Mér hefur síðan alltaf langað rosalega að prufa alvöru role play en tækifærið hefur aldrei komið þrátt fyrir að einhverjir náungar sem ég þekki séu alltaf að segjast ætla að spila fljótlega og þá fái ég að vera með (týpískt). Getur maður nokkuð orðið of gamall fyrir þetta?

kveðjur

vortex