Komið sæl öllsömul.

Ég hef því miður ekki verið mikið inn á Huga síðastliðið ár en ákvað að kíkja inn eftir að mér var bent á að hugmyndir væru um að stofna nýtt spilafélag.

Fyrir mína parta þá finnst mér hið besta mál að einhver hafi áhuga á því að stofna nýtt félag og halda því gangandi. Ef áhugi er fyrir því að nota Fáfnis nafnið þá finnst mér það mjög gott en það er einmitt draumur minn að Fáfnis nafnir lifi áfram enda var það spilafélag sterkur liður í því að sameina spunaspilara á landinu og hjálpa þeim að kynnast.

Eftir að mótið var haldið í Ástatrúarfélaginu var ákveðið að halda strax annað mót. Það varð þó ekkert úr því vegna breytinga sem urðu hjá mér. Ég hef verið að lesa greinar hérna og mér finnt rosalega mikið um neikvæðnistal í mörgum. Getur fólk ekki virt það að ég hélt þó mót… í stað þess að fussa og sveia yfir því að ekkert varð úr móti 2?

Anyways. Mér finnt framlag þeirra sem héldu síðasta spilamót frábært og óska þeim til hamingu með árangurinn.

Eftir áramót verða aftur breytingar hjá mér og verð ég fluttur í nýtt húsnæði. Þá verð ég með 15 einingar í töflu í stað 23 sem ég er með núna. Hver veit hvað maður tekur uppá þá? Ekki veit ég það :)
Ath. ég er með 23 einingar og er að vinna 30 tíma á viku… ekki mikill tími til eins eða neins.

Ef einhver hefur áhuga á því að stofna nýtt félag með nafninu Fáfnir og halda spilamót í samráði við mig þá standa mínar dyr opnar. Ef fólk vill hinsvegar stofna alveg nýtt félag þá styð ég það heilshugar. Munið bara að taka lífinu með ró og skjóta ekki yfir markið.

Kær kveðja,
-Steini
Kveðja,