Hugsanleg kveikja að þessari hugvekju mun vera að réttlæta fyrir sjálfum mér að ég mætti ekki á Fáfni. Spila? Í þéttsetinni flúorljósaskólastofu? Og playerar með karaktera sem þeir höfðu aldrei séð áður, og bundu engar tilfinningar við?
Hinsvegar keyrði fyrst um þverbak, þegar ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haft tónlist í gangi. Spila, án tónlistar er svoldið fyrir mér eins og að skipta út köldu kóki og fá volgt diet-pepsí-twist með vanillurjóma útá í staðinn. Ég ákvað þessvegna að eyða sunnudeginum í að klára long-due sálfræðiskýrslu og spila tölvuleiki á meðan.
Vegna þess að hjá mér hafa tónlist og spunaspil löngum verið nokkurn veginn ein heild. Þegar ég var þrettán ára gamall, nýbyrjaður að búa til Asks persónur með vinum mínum, stillti ég einhvern daginn óvart á klassískt FM, og á þessum árdögum stöðvarinnar var ennþá lifandi fólk við tækin, og meira að segja stundum þættir með ákveðnu efni. Það vildi svo til að þarna var verið að spila “tónlistina úr myndinni Stargate, eftir David Arnold”. Lukkulega var þá líka mikið um endurflutning á K-FM, sem er ástæðan fyrir því að ég á þessa upptöku ennþá á sjö ára gamalli kassettu.
Þær voru ófáar, persónurnar og ævintýrahallirnar sem ég sá fyrir mér með einmitt þessa tónlist í gangi, það var síðan pínulítið skrýtið að sjá myndina, fyrst ári síðar.
Svo safnaðist smám saman að mér meiri tónlist, og hægt var að laga hana svoldið að aðstæðum við spilaborðið. “Beautiful people” með megabeibinu Marhlyni Mansyni fyrir vampýrubardagann, “Firestarter” með Prodigy þegar rauði drekinn ræksti sig; bitursæta tónlistin þegar Wallace nokkur kynnist ástinni fyrir hálfálfa-encounter o.s.f.r.v.
Og nú, með tilkomu Napsters og niðja, finn ég mig á einskonar blómaskeiði spunaspilatónlistar, ég get gengið að nánast hverju sem ég vil í tölvunni minni. Það var semsagt tilgangur minn, með þessari ljúfu hugvekju, að spyrjast fyrir um hvernig staðan væri við önnur spilaborð?
Sem dæmi vil ég nefna nokkra titla sem ég hef nýtt, og láta fylgja með þakkir til þeirra sem aukið hafa á úrvalið.
Bíómyndir, nokkurn veginn allar með ævintýra-descriptor.
John Williams, t.d., Star Wars, Schindlers list, AI o.f.l.
Matrix, bæði soundtrackið og “upprunalega” soundtrackið.
Danny Elfman, James Horner, Badalamenti, Zimmer o.f.l.
hljómsveitin Dead can Dance.
Rammstein. Cradle of filth. Soad. Blind Guardian. Metallica.
Tchaikovsky. Orff. Sibelius.
Jæja, nú hætti ég, enda farinn að hljóma aðeins of mikið eins og ríkisútvarpið á þriðjudags eftirmiðdögum. Takk fyrir mig og góðar stundir.