Ég vil að það verði stofnað nýtt spilafélag. Ég er orðin leiður á því að heyra að Fáfnir sé risin aftur.
Fáfnir er ekki spilafélag. Þetta var spilafélag sem einhverjir stofnuðu og höfðu það sem spilaFÉLAG! En það dó á sínum tíma. Síðan á stuttum tíma hafa nokkrir aðilar sagt að spilafélagið Fáfnir sé endurrisið og það hafa verið tvö spilamót sem nota nafnið Fáfnir.
Þetta er samt ekkert spilafélag. Að mínu áliti er spilafélag, áhugamannafélag um spunaspil. Með stjórn, félagsmannaskrá, atburði á sínum vegum osfrv. Það er ekki bara nafn, eins það hefur verið notað upp á síðkastið.
Ég vil stofna nýtt félag, ef við getum notað nafnið Fáfnir þá er það frábært, ef ekki.. ohhh welll… Ég vil halda félagsfund þar sem verður valin góður hópur manna til þess að koma félaginu á flug.
Hvað gæti félag gert fyrir okkur rolepleyara? Það gæti t.d haft reglulegt spilamót þar sem skipulagningin væri ekki á einum manni, það gæti reynt að kría út afslátt hjá Nexus, gæti hjálpað byrjendum að koma sér í grúppur, gæti reynt að betrumbæta álit fólks á spunaspilum ofl ofl ofl.
Nú er bara spurningin eru einhverjir þarna sem eru sammála mér?