Kanski er þetta svolítið viðkvæmt mál? en ég hef verið að spá svolítið í þessu.

Ertu lúði/nörd ef þú spilar spunaspil?
Er ég að tala vitleysu? Ég held að í gamla daga hafi fólk ekki alveg viljað viðurkenna rpg fíkn sína. En frá því að ég byrjaði að spila þetta finnst mér fólk hafið opnast svolítið meira fyrir þessu [ekki það að það sé mér að þakka ;)], ég hef reyndar bara spilað í 2 ár en ég tek samt eftir mun.

Mér finnst samt vera alveg jafn mikið af "lúðum [hvernig sem þeir eru]“ og ”Flottu fólki[hvernig sem það er]" sem spila spunaspil.

Samt hef ég alltaf talað um sjálfan mig sem spilanörd og við félagarnir spilum á nördakvöldum og verslum í nördabúðinni.

Afhverju er nörd tengt við spunaspilara [og til dæmis tölvur, sbr "tölvunörd"]? Er kanski hægt að skilgreina orðið nörd sem.. einstaklingur sem stundar áhugamál sitt af alúð?

Er ég búinn að svara spurningunni?

Ykkar
Alkóhól

Ps. 6 spurningamerki.