Jæja, hrollvekjan er gengin í garð, og ég var að pæla hve margir af þeim sem verða með session yfir helgina ætla að halda hrollvekju session í sínu campaigni?
Þetta er frábær pæling sem að allir DM-ar ættu að byrja að útfæra og implementa í campaignin. Þetta getur verið auka-adventure sem er svona one-night dæmi, eða inni í ævintýrunum hjá fólki.
Ég sjálfur verð með campaign í gangi annaðhvort á laugardaginn eða sunnudaginn, og ég hef þá lukku að ég get léttilega implementað hrollvekju dæmi í næsta session þarsem að characterarnir enduðu síðasta session með því að planeshifta sig inn í helli sem að nýr character í hópinn sagði að væri fullur af dýrmætum demöntum, gulli, töfrasverðum ofl.
Hellirinn sjálfur er á material plane-inu, en málið var að þetta var innsiglað af álfum fyrir mörg-hundruð árum síðan, ástæðan er óljós.
Til að komast inn þurfti að notast við inngang á öðru plane-i (þarsem að illar verur geta ekki komist í gegn) og svo planeshifta inn í hellinn.
Ég ætla að vera með drungalega tónlist í gangi, kertaljós, og vera með eins hrottalegar lýsingar á kvikindunum einsog ég get. Þetta verður geðveikt ‘battle between good and evil’, þarsem characterarnir fatta að þetta er ‘round 2’ fyrir góðu gaurana, þarsem síðast fyrir hundruðum ára lokuðust hinu góðu gaurarnir inni með öllum kvikindunum (og töpuðu fyrir vonda liðinu basically).
Góðar pælingar í sambandi við hrollvekju-session:
1) Hafið kertaljós, draugalega tónlist, svartar slæður hér og þar. Fínt er ef DM-inn make-uppar andlitið sitt hvítt einsog draugur með stóra svarta augnboga. Hafa kertaljós (vasaljós)beint undir andliti DM-ins til að skapa freaky ljós.
2) Hafa mikið af undeads eða evil outsiders.
3) DM-inn á að finna eins margar ástæður til að splitta hópnum upp einsog hægt er, og gera mörg spot checks og listen checks sem að playerinn virðist ekki ná.
4) Ef playerinn segist ætla að gera eitthvað, þá á DM-inn að segja “ertu viss um að þú vilt gera X?” til að freaka playerinn út.
5) Ef að þú ert í futuristic/realistic roleplaying kerfum einsog cyberpunk, starwars, eða GURPS, þá er meiri ástæða til að hafa undeads, vampires, eða evil outsiders. Svo í lok sessionsins útskýrirðu þetta sem vírus, eða aliens.. ;-)
6) Lýsið umhverfinu einsog það vilji drepa playerana, notið lýsingarorð einsog blóðrautt, illt, ógeðslegt, og fleirri neikvæð lýsingarorð.
7) Nota B-mynda klisjurnar í botn, það er bara cool ef að player gerir eitthvað sem að fellur að klisjum, og á þá auðvitað að spila alla klisjuna í gegn. playerinn getur s.s. notfært sér knowledge (b-mynda klisjur) til að koma sér í eða úr vandræðum. Var það ekki í fyrstu scream myndini þarsem að reglurnar um hrollvekju myndirnar eru beinlínis lagðar á borðið?
Kannski einhver hrollvekju kultistinn er til í að replya með listan yfir þau atriði?
Gangi ykkur vel með Hrollvekju sessionið!
K.