Ég vona að þeir sem á undan mér svöruðu þér hafi náð að hjálpa. Ég er samt alltaf til í að leggja góðu málefni aðstoð.
Besta ráðleggingin sem ég hef lesið í greinunum sem svöruðu á undan mér er sú að þreifa ykkur smátt og smátt áfram.
Það að Role-Playa er ekki að fara eftir reglonum í bókinni, bara til að leiðrétta þann algenga misskilning strax ef hann skildi vera til staðar.
Role-Play byggist fyrst og fremst á því að hver einstaklingur í spilinu skapi sér character eftir sínu eigin höfði sem honum þikir gaman að spila. Tölurnar sem þið setjið í statana skipta ekki höfuð máli, en þau ráða úrslitum ef um einhverskonar ágreining er að ræða, þ.á.m. combat. Það má ekki gleyma að skapa persónuna sjálfa. Skaphiti, uppáhalds matur, er hann gráðugur, örlátur, metnaðar eða metorðagjarn, ljúfur, þolinmóður, glisgjarn, húmoristi, kaldhæðinn, drikkfelldur, blóðþirstur eða eitthvað allt annað.
Fyrir Role-Playing núbbana getur það tekið nokkur game session að ná þessu til að fullskapa persónuna, en látið ekki hug fallast því æfingin skapar meistarann.
Það sem ávinnst með þessum hætti er skemmtilegur spuni. þ.e.a.s. spunaspil. Þegar ykkur tekst að setja ikkur inn í persónurnar og svarið fyrir þær eins og þið séuð þær en ekki bara segja hvor öðrum hvað þær ætla að segja, þá eruð þið komin á sporið.
Að vera GameMaster krefst þetta frekar meiri reinslu, því hann þarf að geta sett sig undir marga hatta. Hann semur söguþráðinn, (ævintírið) og kemur fyrir ímsum persónum þar fyrir sem gegna mismunandi hlutverkum.
Það sem ávinst með þessum hætti er reglulega skemmtilegt spilakvöld. Ég er sjálfur búinn að vera Role-Player í yfir 10 ár og það ákafur í upphafi að ég flutti jafnvel utan af landi til að geta tekið þátt í Role-Playing menningunni sem þá hafði hér mindast. Þó ég hafi róast mikið í þeim efnum í dag er ég þó enn með spilagrúppu gangandi og við spilum alltaf öðru hvoru.
Sum Game-Sessionin ganga jafnvel svo að ekkert markvert gerist. Engir stórir óvinir eru yfirbugaðir eða Prinsessum bjargað, en margar skemmtilegar uppákomur átt sér stað sem playerarnir hafa náð að skapa sér. Stundum vilja þeir bara halda fyrir á einum stað og búa til galdra eða byggja kastala. Það er ekkert að því svo lengi sem þið skemmtið ykkur og getið staðið ánægðir upp frá spilaborðinu.
Að lokum vil ég benda á ágætis reglu til að halda vel utan um það að gameMasterinn fari ekki að EIPA. Sprækasti spilarinn í grúppunni er útnefndur GamePolice. Þegar GameMasterinn er farinn að halda að hann sé eitthvað Guð af því að hann er að stjórna gefur GamePolice honum áminningu. Ef hann tekur ekki tilsögnum tekur restin af grúppunni sig saman eftir gamesessionið og Counsular brot hans. Ef hann er dæmdur sekur þurfið þið að ákveða refsingu hans.
Okkur hefur þótt best að setja viðkomandi á skilorð í X-langan tíma. Einn í okkar grúppu er að fara að ljúka 6 mánaða skilorði sem GameMaster, og annar er kominn á skilorð bæði sem GameMaster og Player, þangað til Cousulið tekur sig saman aftur og ákveður annað. Aðalatriðið er að einn eiðileggi ekki fyrir hópnum.
Best er fyrir GameMasterinn að vera til að byrja með ekki með of stór og flókin ævintýri. Láttu þér nægja lítið plott sem krefst ekki of mikkilla vinnu. Legðu þig fram við að vanda þig, og til að toppa þetta allt saman ekki gleima að vera hæfilega kærulaus og skemmta þér.
And if U cant find the rule, make the rule.
Virðingarfyllst Confuseus.