Þetta er sem sagt þannig að þessir gaurar, Sam (gaurinn með hnífinn) og Dean (hinn gaurinn) eru þjálfaðir í að þekkja og berjast við yfirnáttúruleg öfl. Þegar þeir voru litlir hafði einhver yfirnáttúrulegur “óvættur” drepið mömmu þeirra og þá hafði pabbi þeirra sem sagt byrjað að læra á yfirnáttúruleg öfl og að kenna strákunum það líka. Pabbi þeirra er svo alltaf að leita að þessu kvikindi en berst samt líka alltaf við önnur öfl.
En Sam vildi ekki lifa þannig svo að hann fór burt í háskóla og eignaðist kærustu og lifði góðu lífi. Svo kemur bróðir hans einn daginn og segir að pabbi þeirra hafi farið í (eins og þeir kalla það) “hunting trip” og hafi verið í burtu í nokkra daga.
Dean talar Sam í að koma með honum að leita að einhverju kvikindi en þegar Sam kemur aftur er kærastan hans drepin af sama kvikindinu og drap mömmu þeirra. Þá leggja þeir af stað til að leita að pabba þeirra og reyna að finna þetta kvikindi sem drap mömmu þeirra og kærustuna hans en á leiðinni berjast þeir við önnur öfl eins og Bloody Mary (draugur sem drepur þig ef þú segir “Bloody Mary” 3 sinnum fyrir framan spegil), Wendigo (máttur sem tekur líkama annara og breytir þeim í blóðþyrst skrímsli), ærsladrauga (veist væntanlega hvað það er) o.fl.