Heil og sæl
Ég horfði á nokkra þætti af Buffy fyrir löngu síðan (þegar ég var með stöð tvö) og þá fannst mér þessir þættir frekar ógeðslegir, en samt nokkuð góðir. Núna er mig farið að langa svolítið að kíkja aftur á þetta og er svolítið forvitin að vita, hvað er Angel? Hvaða þættir eru þetta? Ég veit að þetta er eitthvað um vampírukærastann hennar Buffy, en gerist þetta samhliða Buffy eða fyrir eða eftir Buffy og um hvað eru þeir? Ég er búin að vera að reyna að spyrja fólk í kringum mig en enginn virðist geta svarað mér almennilega, svo að ég ákvað bara að fara í aðdáendurna.

Ein spurning að lokum, ég er svolítil kveif og á erfitt með að horfa á hluti sem eru OF ógeðslegir en ég er að spá hvort þetta sé jafn ógeðslegt og mig minnir. Ég hef nefninlega skánað aðeins í þessari deildinni uppá síðkastið. Ég horfi t.d. alltaf á Charmed og finnst það ekkert ógeðslegt, fannst það fyrst en finnst það ekki lengur. Ef einhver hér horfir á Charmed þá hversu ógeðslegir eru þættirnir um Buffy og Angel miðað við Charmed?

Takk fyrir
Tzip

p.s. reyndar var ég ófrísk þegar ég var að horfa á þetta og þá fannst mér allt ógeðslegt. En ég er ennþá að mana mig uppí að horfa á þetta aftur.