Já….ég er nú sammála þér. Hef ekki svör við neinum af þessum, spurningum, því miður :(
En ég er samt ósammála þessu:
Libby, Bernard, Penny, Aaron og Boone að gera þarna? Þau höfðu lítil sem engin áhrif á hópinn sem heild…
Libby hafði mikil áhrif á Hurley. Þau voru ástfangin svo auðvitað átti hún að vera þarna. Bernhard maður Rose. (Þau tvö höfðu samt ekkert gífurlega mikil áhrif á hópinn…en jú, svona eitthvað), Aron er náttúrulega sonur Claire og Boone bróðir þarna rauðhærðu stelpunar (man ómögulega hvað hún hét.) Ég held að málið skipti ekki að þau hafi haft mikil áhrif á hópinn í heild sinni heldur að þau hafi haft sterk áhrif á hvort annað. Sama hvort þau hafi haft áhrif á einn einstakling innan hópsins eða tíu.
En ég er sammála með Sayid…hann hefði átt að enda með Nadiu enda fannst mér það alltaf vera eina ástin í lífi hans. Þau og rauðhærða gellan pössuðu engan vegin saman.
Ég skil heldur ekki…Lock var ástfanginn af Helen. En hún var ekki með þeim á eyjunni svo hún fékk ekki að vera með. En afhverju saknaði hann hennar þá ekki þegar hann var að fara “í næsta líf.”?
Líka…afhverju sagði Lock Jack að hann ætti engan son? Átti hann engan son? Afhverju var hann þá þarna?
Allt of mörgum spurningum ósvarað….