Einhver búinn að sjá nýja þáttinn?
Geðveikur þáttur, betri en allt í S5 nema kannski lokaþátturinn. Veit reyndar ekki alveg hvað þeir eru að fara með þessu Alt. timeline en það var samt nokkuð svalt að sjá persónurnar ef eyjan hefði ekki haft áhrif á líf þeirra. Hurley heppinn? Locke hamingjusamur?
Annars var besti parturinn af þættinum tvímælalaust “Locke” og félagar. Að sjá loksins hvað The Smoke Monster er í raun og veru var magnað, og ef Terry O'Quinn vinnur ekki einhver verðlaun fyrir hvernig hann leikur þessar tvær mismunandi persónur væri það skandall. Atriðið þar sem hann talaði við Ben um alvöru Locke er eitthvað best leikna atriði sem ég hef séð í sjónvarpsþætti.
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=3JDTG-yqUfk
Annars já, vona að það myndist allavega einhver umræða um þetta svona eins og í gamla daga.