Ég er farin að hallast að því að það þurfi að aðskilja þessa tvo hópa hérna í Buffy/Angel áhugamálinu; annars vegar hópinn sem fylgist með Buffy á RÚV og hefur ekki séð neinn Angel þátt, og svo hinn sem sækir sér nýjasta nýtt á netið eða í Nexus, og fylgist auk þess með Angel þáttunum. Hver heilvita maður sér að það er smá misræmi þarna.

Fyrir þá sem fylgja Rúv eingöngu, þá eru endalausir spoilerar að birtast hérna, umræðan hún snýst oft um 6. syrpu og Angel, og í þeirri umræðu eru ekki allir jafnir. Ég gæti trúað að þeir sem fylgjast með Buffy á Rúv finnist þau oft utanveltu og stundum jafnvel annars flokks þegnar hérna. Ég veit t.d. um eina stelpu sem treystir sér ekki til að skilja þættina textalaust en er tryggur aðdáandi. Hún vill ekki taka þátt eða lesa umræðuna hér á huga.is því hún vill ekki vita hvað á eftir að gerast í syrpum sem hún á eftir að sjá. Og athugið, að milli 4. og 6. syrpu þá gerist ansi margt!

Er ekki hægt að leysa þetta einhvern veginn?

Hrafnhildur<br><br>Hrafnhildu
Hrafnhildur