Ég skal þylja upp það sem víst þykir um sjöttu og síðustu seríu LOST, nú þegar litlir sex mánuðir eru þar til hún hefst.

-Matthew Fox (Jack) er að eigin sögn eini leikarinn sem veit hvernig serían endar.
-Elizabeth Mitchell (Juliet) mun ekki snúa aftur sem “aðalleikari” (regular) en mun þó leika í ótilgreindum fjölda þátta.
-Carlton Cuse, annar aðalhöfundanna tveggja, segir að serían muni um margt minna á þá fyrstu. Einnig muni margir gamalkunnir leikarar láta sjá sig. (Þessi mynd var birt á Comic-Con fyrir stuttu. Hver ætli sé á henni? Protip: Boone og Shannon eru þeirra á meðal. Athugið að Locke snýr öfugt.)
-Ekkert meira flash-forward eða tímaflakk. Undir lok seríunnar mun frásögnin verða algerlega línuleg.
-Sawyer verður aftur töff, að sögn Josh Holloway (Sawyer).
-Nestor Carbonell (Richard) verður aðalleikari (regular).
-Dominic Monaghan (Charlie) birtist á sviði á Comic-Con með “Am I Alive?” skrifað á höndina sína. (Meira um það neðar.)
-Jeremy Davies (Faraday) mun leika í seríunni.
-Samkvæmt myndböndunum þremur neðst…
->…drap Kate ekki stjúpföður sinn heldur pípulagningarmann
->…vinnur Hurley á Cluck's, hamingjusamur og “heppinn” (hans orð) eftir að hafa farið í frí til Ástralíu
->…hefur Oceanic Airlines aldrei lent í flugslysi.
-…svo virðist sem ný tímalína hefur skapast, eftir því sem internetin komast næst.
-Emilie deRavin (Claire) mun snúa aftur í seríu sex.
-AUGA! (Sjá meira.)
-Í lokaþætti seríunnar skal reykskrímslið, fjögurra-táa-styttan og beinagrindurnar í hellinum skýrt.
-Jack og Locke munu að sögn Matthew Fox “come head to head in the final year.”

http://www.youtube.com/watch?v=6IdAb24SnRk
http://www.youtube.com/watch?v=-8pwC5Sea7o
http://www.youtube.com/watch?v=GQXuiCge-wI