Jæja. Þetta var sögulegur þáttur. Hvað finnst hugurum um þennan?
Þessi þáttur hefur mjög margþættar merkingar.
John Locke lætur óþroskaða Ben drepa Jakob. Mér finnst Ben stenda fyrir hinn venjulega óþroskaða sauð en John Locke fyrir frjálshyggjuna en ef þið vissuð það ekki þá var maður að nafni John Locke (1632-1704) og hann var upphafsmaður frjálshyggjunnar. Þetta er greinilega einhver kaldhæðni hjá höfundunum. Allavega þá lætur John Locke Ben um að drepa Jakob og lofar honum gull og grænum skógum fyrir það. Basicly deila á hina tvo píramída frjálshyggju og vinnuaflssauða sem vinna fyrir gróðamaskínuna. Góð deila hjá höfundunum.
Svo er þessi undarlegi Jakob sem mér sýnist standa fyrir Trúna á æðri afl. Í þættinum í seinustu viku var risastór stytta af mannveru með krókudílahöfuð. Egypsk stytta af Sobek-Nit sem er heilunar og næringar gyðja. Getið eflaust leitað ykkur upplýsingar um hana með því að gúgla. Hún var einmitt þar sem Jakob átti heima á eyjunni. Svo var líka eitthvað Egypskt letur inni hjá honum sem ég sá ekki alveg.
Aftur í söguna, þarna er gamli hópurinn, Jack, Kate og Sawyer að reyna að sprengja kjarnaoddinn á orkuhólfinu en þau skilja það voða lítið afhverju. Eins og sést í flashbakki hjá ljóshærðu konunni frá því hún var lítil. Þá er hún að tala við foreldra sína sem eru að segja henni að þau séu að hætta saman. Móðir hennar segir henni að hún muni skilja þetta þegar hún verði eldri en hún hleypur burtu og öskrar “ég vill ekki skilja” Þetta er eins og hvíti maðurinn beitti kjarnasprengjum á Hiroshima því fólk reynir ekki að skilja hvert annað en það er einmitt einhver kínverkur karl sem er að reyna að stoppa þau öll í brjálæðinu í lokinn þegar borinn fellur niður. Svo segir sonur hans: “hvað ef þessi sprengja eigi í raun eftir að valda því sem þið eruð að reyna að hindra?” öll hugsa sig dauflega um “það gleður mig að þið hafið hugsað þetta til enda” segir hann þá óánægður. Svo endar þátturinn á því að ljóshærða konan lemur á sprengjuan svo hún springur. Þetta er svo dæmigert. Þessi þáttur er basicly deila á þróun mannkyns hér á jörðu. Allavega seinustu 100 ár. Það eru helling af duldum skilaboðum í þessum þáttum. Eruð þið búin að spotta fleiri? og vitiði hvort þessi þáttur sé sá seinasti?
Annars skil ég ekki þetta tímaflakk ekki alveg og þessi Jakob alltaf að heilsa þeim úr fortíðinni. og ef einhver veit hver þessi svarti draugur var sem var í fyrri seríunni og börn voru alltaf að hverfa?!?!? wtf var það? Ég hætti allavega að horfa þá en er byrjaður aftur núna.