Samkvæmt póstinum sem helenas fékk frá Stöð 2 (og hún birti í greininni “Björgum Buffy”) mun 5. sería af Buffy taka strax við að þeirri fjórðu:

“Ég veit ekki hvar þú hefur fengið þær upplýsingar að Buffy sé að hætta því það er alrangt… Buffy er á dagskrá a.m.k. fram í ágúst!! Þáttaröð 5 tekur strax við af þessari nú í febrúar þannig að það verður ekki einu sinni gert hlé á Buffy. ”

Málið er bara að nú í kvöld verður síðasti þáttur 4. seríu sýndur, “Restless,” og samkvæmt sjónvarpsdagskránum verður Buffy ekki sýnd á næstu föstudagskvöldum í febrúar. Ég gat heldur ekki séð að þættirnir hefðu verið fluttir á eitthvað annað kvöld. Spurningin er því sú hvort að þetta sé bara tímabundið hlé eða er hætt að sýna þættina um óákveðinn tíma?<br><br>—————–
*Evil things have plans. They have things to do!*
——————