1. Mér finnst Spike/Buffy dæmið bara þrælfínt, en það fannst mér líka um Angel/Buffy(allt of sorglegt)ég skil ekki afhverju fólk er svona ósátt við þetta allt saman, Spike er ástfanginn,Buffy er að kanna nýjar og mun dökkari hliðar á sjálfri sér og tilfinningum sínum, sem að mér finnst líka mjög eðlilegt þar sem að hún er búin að fara í gegnum miklar breytingar andlega og líkamlega, og kannski vill hún hafa þetta svona. Þetta er mebblega alger andstæða við Angel dæmið þar var allt ljúft og fallegt og lítið og sætt, sem að það er alls ekki með Spike, kannski á hún að vera fá útrás með Spike fyrir það sem aldrei gat gerst með Angel, en hvert þetta á að leiða er ekki gott að sjá en ég held þrátt fyrir allt að hjá henni séu að þróast dýpri tilfinningar til Spike.
2. Anya er langflottust og það er bara staðreynd, ég skil ekki afhverju fólk ætti að hafa eitthvað á móti henni, orðaval hennar er einstök snilld,sérstaklega þar sem að hún er oft látin segja það sem hinir eru að hugsa, en myndi aldrei detta í hug að láta út úr sér. t.d. þegar að hún sagði Buffy að fara að rukka fyrir að útrýma vampírum LOL. Þátturinn er bara skemmtilegri og fjölbreyttari eftir að hún bættist í hópinn