Þetta er varla spoiler, er ekki búið að sýna þessa þætti á Íslandi?
Allaveganna, það sem gerist hjá Susan er að hún eignast barnið, og Mike vill kalla hann Maynard í minningu afa síns en hún ekki, en eftir rifrildi komast þau að lokum að þeirri ákvörðun að hann eigi að heita Maynard.
Bree hendir Orson út vegna þess að hann keyrði yfir Mike, og hann eyðir einni nótt með Edie. Hún brjálast, og Edie hótar að blackmaila hana með vitneskju hennar um það að Danielle er í alvöru móðir Benjamin, en hún ákveður að hætta þessum lygum, og segja hinum konunum sjálf alla söguna. Þær fara allar saman og reka Edie úr bænum.
Gaby og Carlos leigja út eitt herbergi í húsinu til ungrar konu að nafni Elly, en það kemur í ljós að hún er fíkniefnasali og löggan er á eftir henni. Gaby leyfir henni að sleppa út um bakdyrnar þegar hún sér lögguna koma, og hún fer á flótta. Hún kemur samt aftur í seinasta atriðinu til að sækja peninga sem hún gleymdi heima hjá þeim en Gaby neitar að láta hana fá.
Lynette slær Kayla utan undir í verslunarferð, og barnaverndarnefnd kemur í málið og hótar að taka öll börnin af henni, og Kayla leikur með og brennir sig alla með krullujárni en segir að Lynette hafi slökkt í sígarettum á henni. Lynette fer í fangelsi, og á endanum fær Kayla sektarkennd og segir allan sannleikann, og Tom treystir henni ekki lengur, auk þess sem hún og Lynette geta ekki búið saman, og hún er send til foreldra hans.
Katherine lendir illa í því, Wayne kemst að því að hann er ekki faðir Dylan, en síðan gerir hann DNA próf milli Katherine og Dylan og kemst að því að hún er ekki móðir hennar heldur. Þá kemur í ljós í seinasta þættinum að hún hafi flutt til Wisteria Lane í fortíðinni til að flýja frá honum, en hann hafði komið í heimsókn og hitt Dylan meðan hún var ekki heima. Hann hafði gefið henni dúkku sem hún svaf með, en KAtherine gat ekki horft upp á hana með hana, svo hún setti dúkkuna upp á skáp í herberginu hennar. Dylan vaknaði og reyndi að klifra upp á skápinn til að ná í dúkkuna, skápurinn féll fram fyrir sig og kramdi Dylan en Katherine fannst hún ekki geta tilkynnt sorglegan dauðann því Wayne myndi saka hana um morð. Hún ákvað að grafa Dylan í garðinum, finna stelpu sem lítur út eins og hún á munaðarleysingjahæli og flytja burt með henni.
Seinasti þátturinn endar síðan á því að Bree, Gaby, Lynette, Susan og Katherine eru að spila póker fimm árum seinna, og margt hefur breyst hjá þeim. Gaby á 2 ungar stelpur, Bree er byrjuð aftur með Orson og er að gefa út uppskriftabækur með Andrew sem umboðsmann sinn, synir Lynette eru í vandræðum eftir að halda partí á Pizzastaðnum sem löggan böstaði, Katherine fær símtal frá Dylan sem er að fara að gifta sig og Susan kemur heim og kyssir eiginmann sinn, sem er ekki Mike.
Þú ættir samt að horfa á a.m.k. lokaþáttinn, hann er ógeðslega góður. Getur fundið hann á ýmsum síðum á netinu… Annars er bara að bíða eftir haustinu, fimmta sería byrjar 28. sept :}
Bætt við 3. ágúst 2008 - 11:47
Vá, lengra en ég ætlaði…