Ég verð nú reyndar að viðurkenna að ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með síðasta þátt. Það var alltof mikill predikunar bragur á honum. Dóp = slæmt. Meiri predikun heldur en “Beer Bad”. Ekki að ég sé ósammála því - þ.e. þessu með dópið - heldur hafa þættirnir aldrei áður gefið sig út fyrir að vera einhvers konar mórölsk málpípa. Það sem mér hefur einmitt fundist skemmtlegt er að verið er að skoða gráu svæðin og aðeins ýjað að einhverjum boðskap í gegnum metafóru flóruna. En það á kannski (vonandi) eftir að bæta einhverju við söguna sem var sögð í “Wrecked” sem mun breyta allri túlkun. Við vitum ekki ennþá hvernig allt endar.
Annars skilst mér að ýmislegt komi í ljós í næsta þætti, “Gone” - ef þið getið ekki beðið eftir að sjá hann og viljið lesa ítarlega lýsingu á þættinum er hægt að gera það <a href="
http://www.leoffonline.com/wildfeed.html">hér.</a><br><br>—————–
*Evil things have plans. They have things to do!*