Þegar verkfallið fór í gang var aðeins búið að taka upp nokkra þætti og því hefur Lost verið í smá pásu undanfarið (þá er ég að tala um í USA ekki Rúv).
Fyrir þá sem ekki vissu átti þessi og næstu tvær seríur aðeins að vera 16 þættir hver.
Vegna verkfallsins verður þessi einungis 13 þættir en núna fer þetta allt af stað fimmtudaginn 24. apríl með sýningu á þætti 309 en svo fylgir einn þáttur á viku í kjölfarið.
Vegna þess að þessi sería verður aðeins 13 þættir verður næsta 19 þættir í staðinn þannig að höfundarnir ætla greinilega ekki að svíkja okkur Lost geðsjúklingana :D