Þar sem að ég er svo spes og að reyna að skrifa ritgerð þá ætla ég að búa til nýjan þráð fyrir það sem ég hef að segja.
Desmond upplifði sjálfan sig árið 1996 í þessum þætti, hann gat ekki breytt framtíðinni en hann gat gert það 100% öruggt að það sem að á að gerast í framtíðinni gerist. Eftir langa hugsun hef ég komist að því að framtíðin sé skrifuð í stein en ekki fortíðin - en þegar fortíðin er farin að gerast í nútímanum, er þá það eina sem er breytilegt nútíminn? wut? Sem gerir þetta samt að miklu paradoxi þegar maður bætir tímaflakki inn í þetta.
Í raun þá er þetta ekki hið typical tímaflakk samt sem áður - það eru aldrei á einum tímapunkti tveir Desmondar í heiminum.
En gerðist þetta ekki áður? Reyndi hann ekki að margbjarga Charlie frá dauða? Hvað triggeraði að það gerðist? Þegar hatchið “sprakk” = exposure to electro magnetism, þegar þeir flugu örlítið af brautinni sem þeir áttu að fljúga á gerðist þá það sama. Er einhverskonar hjúpur í kringum eyjuna þar sem maður getur ekki farið í gegn nema á örlitlu svæði?
Var ekki Michael sagt að sigla í ákveðna átt? Er það kannski sama átt og báturinn var á og þyrlumaðurinn átti að fljúga á? Er Michael á/hjá bátnum? Skildi hann hurðina eftir opna?! Af hverju er þá Walt á eyjunni?! Er það jafnvel Walt sem komst af eyjunni en ferðaðist í fortíðina???
Hjálp, einhver að útskýra þennan þátt!
Kickass atriði með Penelope og Desmond í lokin samt sem áður!
Hey já, þegar þeir kynntu þetta “rescue” fólk sem kom í þyrlunni þá var sýnt flash-forward, þar sem Daniel var grátandi. var hann kannski ennþá að hendast fram og aftur í tíma og áttaði sig svo á því að Desmond hafi dáið? (NOTE: Desmond dó ekki en hann heldur það vegna þess að hann heldur að desmond hafi verið á oceanic 815 - Desmond hefur væntanlega komist af eyjunni)