(ATH þessi texti er ekki fyrir viðkvæmar sálir, allir undir 18 ára eru vinsamlegast beðnir um að lesa ekki þennan texta því í honum kemur fyrir gróft málfar. Ég endurtek þessi texti er ekki fyrir viðkvæmar sálir.)



Þessi þráður á kannski heima á sci-fi huganum, en ég ákvað að pósta hann hérna bara til öryggis.

“Terminator - The Sarah Connor Cronicles. Nýja sjónvarpsþáttaröðin er í einu orði sagt hryllingur.
Þessi sjónvarpsþáttaröð er eitt það mesta drasl sem sýnt hefur verið í áraraðir. Þessir sjónvarpsþættir eru verra en rusl, þeir eru guðlast.

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.

En allaveganna.
Persónan Sarah Connor er, EKKI vel máluð handsnirt supermódel með anórexíu sem notar hánæringu(contidioner) frá Loreal og hegðar sér einsog hún sé húsmóðir. Hún er eitthvað allt, allt annað.

Í annan stað er það Summer Glau sem leikur kvk-kyns Terminator sem á að verja John Connor.
Ok, Summer Glau stóð sig vel í hlutverki sínu sem einhverft undrabarn í Firefly þáttunum frá Joss Whedon. En því miður þá virðist hún ennþá vera að leika einhverfa feimna smástúlku sem horfir hissa á allt sem hún sér. Í staðinn fyrir að hafa tekið sér framistöðu Robert Patrick eða jafnvel Kristannu Loken (sem tók sér framistöðu Robert Patrick sér til fyrirmyndar) hvað þá framistöðu Arnold Schwarzenegger sem öllum tókst að sannfæra áhorfendur um að þau væru ekki mennsk heldur harðgerð, kaldhjörtuð vélmenni.
Eitthvað sem Summer Glau virðist ekki getað gert.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja á gaurnum sem á að leika John Connor sem virðist hafa fengið þetta hlutverk meira útaf því að hann lítur út einsog “wannabe” vandræða-unglingur frekar en útaf leikhæfileikum. Hann er algerlega úr takt við þá persónu sem birtist okkur í T2, og reyndar T3 líka(þrátt fyrir að sú mynd hafi verið hreint út sagt, Léleg!)

Þessi þáttaröð eru argasta móðgun við þær persónur sem skapaðar voru í T1 og T2 og sem Linda Hamilton og Edward Furlong gerðu ódauðölegar á hvíta tjaldinu.

Ok ég er kannski of kröfuharður á þessa seríu en, comon mér líður einsog að einhverjir misþroskaðir múl-asnar hafi rað-nauðgað eina bestu hasarmynd sem gerð hefur verið(T2) og samviska mín bíður mér ekki að sitja þögul á hliðarlínunni …

Með fyrirfram velvirðingu á grófu málfari. Vonandi hafa viðkvæmar sálir ekki hlotið skaða af að hafa lesið þennan litla póst.

Kv
cent

“He who questions training, only trains in asking questions” – Mystery Men