1. Jason Schwartzman (úr Rushmore, The Darjeeling Limited, Marie Antoinette, Shopgirl, Bewitched o.fl., hann er líka af Coppola fjölsyldunni og því frændi Nicholas Cage) var (er?) trommari í Phanthom Planet (sem á byrjunarlagið California úr The O.C.) og nú er hann í eins manns “hljómsveit” sem heitir Coconut Records og var að gefa út plötuna Nighttiming í haust. (Á hana, skrítin en oft flott tónlist.)
2. Keanu Reeves var legni vel bassaleikari í hljómsveit sem hét Dogstar (veit ekki hvort hún er enn til).
3. Kevin Bacon er í The Bacon Brothers. Þeir spila reglulega.
4. Russell Crowe er með nýtt band The Ordinary Fear of God var áður í 30 Odd Foot of Grunts.
5. Dennis Quaid er í Dennis Quaid and the Sharks. Spila reglulega.
6. Juliette Lewis gaf þá yfirlýsingu að hún væri hætt að leika og ætlaði að verða rokkari. Þá varð til Juliette & The Licks, sem gekk held ég OK, en hún er samt búin a leika meira síðan.
7. Billy Bob Thornton er í The Billy Bob Thornton Band. Spila reglulega.
8. Johnny Depp var í nokkrum hljómsveitum (aðallega áður en hann varð frægur), ein var svoldið vinsæl og hét The Kids.
9. Jack Black er náttlega í Tenacious D.
10. Adrien Grenier (úr Entourage) trommar í bandinu The Honey Brothers.
11. Jeff Goldblum spilar á píanó í jazz bandi. Hann er reyndar mjög góður píanisti.
12. Believe it or not Jada Pinkett Smith er í metal bandi sem heitir Wicked Wisdom. WTF???
13. Kevin Costner er í The Kevin Costner Band.
14 Gary Sinise (úr CSI: New York) er í The Lt. Dan Band. (Held hann spili á bassann) Þeir spila mest á góðgerðartónleikum.
15. Minnie Driver er búin að gefa út 2 sólóplötur (semur öll lög og texta sjálf + spilar á gítar og syngur auðvitað). Á þær báðar, fínar ef þú fílar mellow gítar tónlist.
16. Taryn Manning (lék í Crossroads með Britney Spears og 8 Mile með Eminem) er í Boomkat með bróður sínum Kellin. Þau áttu lag á sándtrakinu úr 8 Mile. Man eftir amk 2 myndböndum með þeim sem voru í mikilli spilun hér og á MTV. Ég á plötuna þeirra, Boomkatalog.One, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
17. Jamie Foxx Að vísu ekki í hljómsveit, en eftir að hann lék í Ray fannst svo gaman að syngja að hann gaf út plötuna Unpredictable sem fór beint á topp Billboard listans. (Var líka í Kanye West laginu Gold Digger.)
18. Scarlett Johansson er búin að taka upp plötu með Tom Waits coverum og kemur hún út á þessu ári.
19. Ryan Gosling (The Notebook) hefur verið að vinna að plötu með vini sínum, en hann vill ekkert tala um það í viðtölum.
20. Og svo er það Band from TV. Band bara skipað leikurum og spilar mest á góðgerðarsamkomum. Í bandinu eru:
Greg Grunberg (Heroes, Alias) á trommum,
Bob Guiney (var The Bachelor) syngur,
Bonnie Somerville (hefur leikið fullt af gestahlutverkum í sjónvarpsþáttum, t.d. Friends og The O.C.) hún syngur,
James Denton (Desperate Housewives) gíter,
Hugh Laurie (Dr. House sjálfur) hljómborð (hann er frábær píanóleikari)
og svo nokkrir minna frægir.
Vá, vissi ekki að þetta væri svona langt, ætlaði bara að nefna nokkra sem ég myndi eftir.
En að lokum vil ég bara segja að Bruce Willis, Eddie Murphy, Don Johnson, Sylvester Stallone, Steven Segal, William Shatner og David Haselhoff hafa allir verið í böndum eða gefið út sólóplötur.
Ætli grasið sé ekki alltaf grænna hinu megin?