Frábærir þættir, einir þeir bestu sem ég hef séð, og eru í öðru sæti sem bestu Sci-fi þættirnir, fast á hæla Battlestar Galactica (nýju seríanna).
Ástæðan fyrir því að Firefly var cancellað var lítið áhorf. Þá er ekki verið að meina að í raun fáar manneskjur hafi horft, heldur það að áhorfið í byrjun var seint af stað miðað við aðra þætti sem Fox stöðin sýnir.
Stöðin er þekkt fyrir það að fá nákvæmlega sínu fram, og fá leikstjóra, handritshöfunda, framleiðendur þátta sinna til að sníða efnið algjörlega að sinni þörf. Allt efni stöðvarinnar verður að vera non-stop action, sexí og gjör-matreitt ofan í áhorfendur.
Ástæða þess að Firefly testaðist ekki vel til að byrja með í áhorfi, er sú að Fox fannst Pilot þátturinn, “Serenity pt. I” og “Serenity pt. II” ekki vera nógu heillandi… of dimmir, aðalpersónan (Mal) vera of svartsýn… etc… þannig að Fox tók sér bara það bersaleyfi eins og þeim einum er lagið að fokka upp sýningarröð þáttanna… þeir byrjuðu t.d. á að sýna “Train Job” sem var ætlaður sem 3. þáttur (og er þriðji þáttur í Dvd box-settinu, þar sem Fox fékk hvergi að troða sýnum popularity-whoring ákvörðunum).
Þeir sem hins vegar horfðu á Firefly, elskuðu þá. Þeir fóru að berjast fyrir endurkomu þeirra í sjónvarp og við það urðu fleiri aðilar áhugasamir… Firefly varð að “Cult-hitti” og hefur rokið út eins og heitar lummur í dvd sölu.
Þess má þó til gamans geta að aðstandendur Firefly, þá helst Josh Whedon, fylgdu ekki alveg lögum og reglum Fox þegjandi og hljóðalaust. Sagan segir að Fox stöðin sé t.d. með klippigræjur sem klippa út allar svartar eyður ef þær fara yfir vissan tíma, t.d. hálfa sekúndu. Josh Whedon fannst það skipta máli að hafa skjáinn svartan á smá stund eftir áhrifamikið atriði til að auka dramað, en Fox finnst það almennt vera sóun á verðmætum primetime. Fólkið í búðum Firefly ákvað þá bara að finna dekksta bláa tón sem til er, beint við hliðina á svörtum, og hafa skjáinn í þeim lit á milli atriða…. þá greindi vélin það ekki, og svartur skjárinn fékk að halda sér :)
… Afsakið ritgerðina ;)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'