Ég hef nú aldrei horft á House, en þetta er svona læknaþáttur. Treat Williams leikur aðalhlutverkið, en hann lék einnig í Everwood, lék líka lækni þar;)
Hann á að vera læknir, Dr.Nathaniel Grant, sem er tilbúin að fórna öllu til að gefa sjúklingum sínum nýtt tækifæri í lífinu. Hann hefur ástríðuna og hugrekkið til að framkvæma erfiðustu aðgerðir í heimi. Hann er frumkvöðull á sviði líffæraflutninga og er tilbúinn að taka áhættu sem aðrir læknar hafa ekki kjark til að taka í von um að bjarga lífi sjúklinga sinna.
Grant þarf að vinna mikið með fyrrum eiginkonu sinni, Kate, á spítalanum þar sem hennar hlutverk er að hafa uppi á hugsanlegum líffæragjöfum og sannfæra sorgmædda fjölskyldumeðlimi um að veita leyfi fyrir líffæragjöf ástvina sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Þetta er bransi þar sem hver sekúnda skiptir máli og Nathaniel og Kate þurfa oft að leggja deilumálin til hliðar meðan þau bjarga mannslífum.
Hann á einnig 14 ára dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni sem greinilega vill verða fullorðinn….
Bætt við 8. september 2007 - 17:57
Já, og mér finnst Heartland bara nokkuð skemmtilegt;);)