Ég veit ekki, Ben var einna efst í huganum fyrst en mér finnst Jack aðeins of upset þegar hann kom að kistunni til að Ben væri inní henni.
Ég var að lesa einhverjar kenningar um þetta á netinu og ein er þannig að allir hafi fengið sjúkdóm á eyjunni (the illness eða hvað það var nú kallað) sem hafi ekki skaðað þau á meðan þau voru á eyjunni (það virðist vera nokkuð ljóst núna að eyjan hefur læknandi mátt (Locke gekk, Jin varð frjórri, Locke náði að finna þau og kasta hníf í þyrlukonuna fljótt eftir að hafa verið skotinn o.s.frv.)) og þegar þau fóru af eyjunni byrjaði sjúkdómurinn að drepa þau.
Það var það sem Ben varaði Jack við “You will kill them all if you use that radio” eða eitthvað í þá áttina.
Þegar komið var af eyjunni byrjuðu Losties að deyja eitt af öðru og þegar flashforwardið hans Jack gerist eru þau bara 2 eða 3 eftir.
Svo þegar Jack les í dagblaðinu að enn einn hafi dáið verður hann svona sorgmæddur því að það var langt síðan einhver hafði dáið og þetta minnti hann á það að hann var á ákveðinn hátt valdur dauða þeirra allra.
Það útskýrir líka af hverju hann var sá eini sem kom í jarðarförina, allir höfðu dáið. Sá sem var í líkkistunni var því að líkindum án fjölskyldu og vina (Locke?).
Kate mætti ekki af því að hún var orðin þreytt á því að grafa fólk.
Ég er örugglega að fara með rangt mál í einhverju af þessu og eitthvað þarna eru viðbætur frá mér en mér finnst þetta áhugaverð kenning.
Hvað finnst þér?