Mér datt í hug smá kenning þegar ég horfði á þennan lokaþátt þriðju seríu, þegar Ben spurði Jack af hverju hann vildi fara heim, því það væri ekkert merkilegra þar en á eyjunni. Auk þess rennir það stoðum undir þessa kenningu þegar það kemur þetta “flashback” fram í tímann og maður sér að Jack er bara að því er virðist algjört klúður af manni þegar hann kemur til baka, hann virðist vera verri en pabbi hans var.

Allavega, kenningin hljómar svona:
Þættirnir ganga út á það að það hafi verið örlög þessa hóps af fólki að lenda á þessari eyju, þar sem það gat hafið nýtt líf, þar sem þeirra upprunalega lífi var hvort eð var nokkurnveginn lokið. Fólkið sem lifir af er fólkið sem hafði ekkert eftir í þeirra tilveru, en fólkið sem deyr á eynni er fólkið sem hafði eitthvað eftir “heima” fyrir, þ.e. í upprunalega lífi þessa fólks.

Vonandi er þetta ekki of flókið. Ég ætla aðeins að skoða þetta nánar og renna gegnum nokkrar persónur.

Jack - hafði misst föður sinn og konan farin frá honum. Lifir af.

Kate - hafði misst móður sína og virtist vera komin út á hálan ís í lífinu, líklega á leið í fangelsi. Lifir af.

Sawyer - hafði ekkert eftir, engan til að leita til. Lifir af.

Jin og Sun - voru bara á leið út í óvissuna í rauninni. Lifa af.

Claire - það sama og hjá Jin og Sun, það var auðvitað ekkert fólk sem ætlaði að ættleiða barnið hennar, svo hún hefði líklega orðið frekar ráðalaus. Lifir af.

Charlie - hann hafði ennþá bróður sinn, Liam, sem er ástæðan fyrir því að hann dó. Hann átti eitthvað eftir í lífi sínu og því voru það “örlög” hans að deyja.

Boone - átti ennþá móður sína og fyrirtækið hennar (var það ekki annars?) Hann dó.

Ana Lucia - hafði ennþá móður sína. Hún dó.

Hurley - var ríkur. (Mun hann deyja?)



Þetta er allavega svona kenning sem mér datt í hug. Það vantar einhverja þarna inní sem ég fann ekkert um, ef ykkur dettur eitthvað í hug þá endilega bætið því inní. Samkvæmt kenningunni mun Hurley deyja, þó ég voni ekki, hann er einn af uppáhaldskarakterunum mínum.

Athugið að þetta er kenning á grunnstigi, kannski er þetta bara bölvað bull í mér.