Var hún farin af eyjunni?
Dó hún eins og allir hinir?
Er hún enn á lífi á eyjunni með Ben?
Varaði Ben hana við, og ef svo er, flúði hún þá og er kannski enn á eyjunni undir öðru nafni?
Og líka, hvar fengu The Hostiles gassprengjur?
Og þessi Jacob, ég er svona fairly viss um að hann sé að einhverju leyti raunverulegur. Kannski ekki ósýnilegur en svona, raunverulegur…
Af hverju virtist Ben vera svona reiður yfir því að Locke heyrði í honum?
Af hverju vildi Jacob að Locke hjálpaði sér?
Hvar er Jacob?
Hvað er hann búinn að vera lengi á eyjunni?
Er hann kannski bara tilbúningur Bens eins og Locke gaf í skyn?
Og varðandi Richard, hvað er hann gamall? Samkvæmt Lostpedia er Ben 41 árs. Það gerir 30 ár milli flashbacksins og núna. Mynd úr flashbackinu, mynd úr nýlegum þætti. Hann hefur ekki elst um einn dag! Hvað þá 30 ár!
Anyways, ég reyndi að fylgjast með Lost Experience sem var nokkurs konar raunveruleikur þar sem ‘Rachel Blake’ sendi myndbandaræmur út um allt netið og vísbendingar sem aðdáendur Lost áttu að finna til að setja saman í eina stóra heildarmynd, og þar kom Joop og The Hanso Foundation Life Extension Project við sögu.
Fyrir þá sem vilja lesa meira um það bendi ég á þessa og þessa síðu.
Ég held að Richard, og mögulega allir hinir, gætu verið partur af þessu ‘líflengingar’ prógrami.
Af hverju er Ben þá ekki barn gætu sumir þá spurt, jú af því að þeir hafa engin not fyrir börn á eyjunni. Þeir leyfa börnum að vaxa úr grasi og setja þau svo í ‘líflengingar’ prógramið.
Af hverju var pabbi Bens þá svona gamall, af því að hann var í Dharma en ekki hostiles.
Það eru að vísu nokkrir gallar í þessari kenningu en hún er ekki fullsmíðuð.
Endilega senda ykkar hugsanir og kenningar og spurningar á þennan þráð varðandi þessi efni og fleiri :)
Romani ite domum!