Jæja þá, Tabula Rasa lét ljós sitt skína í gærkvöldi og átti ég von á fremur döprum þætti þar sem tilfinningar og heiðarleiki fengu að láta ljós sitt skína í þættinum “Once More, With Feeling” í síðustu viku. Það sem kom mér að mestu að óvart við þennan þátt var húmorinn, aldrei nokkurn tímann hef ég hlegið eins mikið á ævinni. Þrátt fyrir mikinn hlátur einkenndist byrjun og endir þáttarins af mikilli dapurð og vesældum. The Scoobies eru að díla við tilfinningar sínar, Giles þarf að standa undir þeim ætlunum sem hann láði Buffy í eyra í síðustu viku og Buffy+Spike dæmið virðist hálf einkennandi og fáránlegt, satt að segja lítur það út framarlega eins og ekkert eigi eftir að gerast. Endir þáttarins er alveg fáránlegur og í engu samræmi við það sem gerst hafði á undan.
Það er erfitt að nota ekki spilla í umfjöllun um þáttinn og vona kæru lesendur að þið lesið þetta ekki sem eintóma fleipu. Vona að þið náið að sjá þáttinn sem allra fyrst.
Ykkar einlægur,
ScOpE