Ég vona að næsti þáttur útskýri eitthvað af þessu betur. Ég skil ekki alveg hvers vegna Locke er að gera það sem hann er að gera. Sprengja fjarskiptastöðina, sprengja kafbátin. Þótt hann vilji ekki þurfa fara af eyjunni sjálfur er þetta samt asnalegt. Mér fannst líka hegðun Jack's mjög skríngileg og ber hún sömu merki og hegðun allra hina sem hafa verið spilltir af The Others. Sérstaklega eitt sem jack sagði áður en hann útskýrði að Ben hefði gefið honum leyfi til að fara. Svona: “you wont understand” setning. Man hana ekki orðrétt en eitthvað svipað og rússinn var að tala um. Og flugfreyjan sem var fyrir utan búrið hjá Jack.
Hann er greinilega ekki heill á geði, annaðhvort geð veikur eða geð snillingur. Sér eitthvað sem aðrir sjá ekki. Svipað og það sem Ben segir um eyjuna. Að það taki langan tíma fyrir fólk að fatta, kannski alla ævi eða lengra. En það er þarna.
Ben spurði líka Locke hvort hann vildi ekki komast af þessari eyju vegna þess að hann væri hræddur við að sjá pabba sinn aftur. Núna þegar hann er búinn að sprengja kafbátinn og fjarskiptastöðina og sér pabba sinn þarna þá er allt pretty fucked up. Skil ekki alveg hvað er að gerast en það er svo sannarlega komin gríðarleg spenna í Lost aftur!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..