Ég leit snökkt í spegilinn og sýndist mér ég þá sjá kunnulegan mann, en sá maður gæti nú ekki verið á Íslandi þannig að ég fussaði og sveiaði og gekk í burtu. Ég hélt áfram að ganga niður að Lækjartorgi og allt í einu var pikkað í öxl mína, ég stoppaði og sneri mér við. Ég kleip mig nokkuð oft enda hélt ég að mig væri að dreyma, en svo var ekki. Þarna stóð Wentworth Miller hetjan mín. Hann var íklæddur Bósa Ljósár búningi og í bleikum frakka yfir. Hann bað mig að fylgja sér að næstu pulsusjoppu eða eins og hann orðaði það „wiener sweet shop”. Auðvitað bauðst ég til þess og við valhoppuðum saman niður Laugaveginn.
Ég keypti engan kjól í þessari ferð …
ástarkveðjur