Það vita kannski flestir að eftir tvær vikur verður sýndur í Bandaríkjunum frekar óvenjulegur Buffy þáttur - þannig er að hann verður að miklu leyti sunginn. Þ.e. persónur taka lagið og dansa með líkt og í hverjum öðrum söngleik. UPN notar hvert tækifæri til að gera sem mest úr hinum nýja feng sínum þannig að undanfarnar vikur hefur þátturinn verið auglýstur mikið. Á meðan frekar lítið er komið í ljós um næsta þátt, “All the way” - a.m.k. engar myndir eða auglýsingar - er allt á floti í auglýsingum fyrir þáttinn þar á eftir.

<a href="http://oto.is/buffy/musical.WMV“>Hérna</a> er smá bútur úr þætti sem E! sjónvarpsstöðin gerði um Buffy og sýnt er frá tökum á þessum þætti

<a href=”http://oto.is/buffy/607.WMV“>Hérna</a> er svo auglýsing fyrir þáttinn.

Síðast en ekki síst má svo sjá myndir út þættinum:

<img src=”http://oto.is/buffy/omwf1.JPG“>

<img src=”http://oto.is/buffy/omwf2.JPG“>

<img src=”http://oto.is/buffy/omwf3.JPG“>

<img src=”http://oto.is/buffy/omwf4.JPG">

Ef ég finn eitthvað meira bæti ég því við undir þennan kork.


<br><br>—————–
*Evil things have plans. They have things to do!*
——————