þetta voru sko bækur sem einhver gaur gerði, um löggu sem er með Blóðfetish og Tekur svona Vont fólk (nauðgara og þannig) og pyntir það og drepur óg svona dæmi nett megjaðir þættir!
Dexter er fjöldamorðingi sem hefur náð að beina afbrigðilegum fýsnum sínum inn á þá braut að hann ræðst aðeina á aðra morðingja. Hann er eldklár og kaldrifjaður en er annt um að falla í fjöldann og vinnur því sem blóðslettusérfræðingu hjá lögreglunni. Fyrsta serían (12 þættir alls) var byggð á bókinni Darkly Dreaming Dexter og eru þeir sýndir á Showtime kapalstöðinni í Bandaríkjunum. Þeir hafa fengið mjög góða dóma ásamt því að hafa verið vinsælir og er búið að panta aðra séríu. Einhverjar bækur um Dexter hafa komið út á íslensku.
Ég er mjög hrifin af þessari þáttaröð, leikararnir flestir mjög góðir. Ég væri til í að lesa bókina líka, kannski ég taki hana næst þegar ég fer á bókasafnið.
Kláraði fyrstu seríuna í fyrradag. Þrusuþættir, Michael C. Hall var einstaklega góður og hann ber þetta áfram í Dexter. Vel unnin sería, þó ekki fyrir alla.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..