Fyrir 2 vikum síðan þá tapaði Keith kosningunum fyrir Lamb, reyndar með 1 eða 2% mun en tap er tap…
Veronica fór samt í party kvöldsins sem að Gia hélt heima í svítunni hans Duncans … þar sættust Logan og Dick auk þess sem að Logan var handtekinn að nýju fyrir morðið á Felix þar sem að vitnið frá brúnni hafði gefið sig fram.
Logan fór á kostum í fangelsinu en var svo óheppinn að þurfa að deila klefa með föður sínum þann tíma sem hann eyddi í fangelsinu. Þar reyndi Aaron að selja honum þá sögu að Duncan væri hinn rétti morðingi Lillyar, það þarf víst varla að taka það fram að Logan keypti það ekki.
Meðan á þessu stóð þá var Veronica að reyna að hafa uppi á Emiliu DeLongprey (dóttur Abel Koonts) því hennar var saknað og faðirinn á dánarbeðinu. Eftir mikla leit, og með hjálp frá Clarence Weidman, þá komst hún að því að Emilia var látin … eða við skulum segja myrt á hrottalegan hátt og skilin eftir í frystikistu á vegamóteli. Hún sagði Abel ekki frá dauða dóttur sinnar, heldur leyfði honum að deyja haldandi að dóttirin væri á leiðinni til sín.
Þegar að Lamb var að keyra Logan heim eftir að honum hafði verið sleppt úr fangelsi gegn tryggingu (auk þess er hann með öklaarmband og má ekki yfirgefa Neptune) þá komust þeir að þvi, Logan til mikils ama, að búið var að kveikja í Casa De Killer og það er því ekki lengur íbúaðrhæft … en Logan á góða að og fékk að flytja inn til Duncans.
Veronica var ekki par ánægð með það … sérstaklega ekki eftir að hún “ruglaðist” á þeim og lagðist í fang Logans :-)
Í vikunni þá var allt á suðupunkti í Neptune … Logan viðurkenndi að hann man meira frá nóttinni örlagaríku á brúnni en hann vildi vera að láta og veit þar af leiðandi að Dr.Griffith er ekki vitnið …
Veronica ákvað að hjálpa honum að komast að því af hverju læknirinn góði vildi koma höggi á Logan. Leitin leiddi hana á fund Fighting Fitzpatrickanna, sem eru “mafía” Neptune. Þar var lífi hennar og limum ógnað, en á síðustu stundu kom Logan henni til bjargar, með byssunni sem að Dick Sr. hafði gefið honum eftir skotæfingarnar … Veronica var ekki ánægð að sjá hann með skotvopn, en við skulum vona að það hafi meira verið sjokkið eftir lífshættuna en alvöru reiði gegn Logan … Áframhaldandi könnun á högum læknisins leiddi til þess að það er komið á hreint að læknirinn er tengdur Fitzpatrekunum í gegnum dópsölu þeirra.
Veronica ákvað því að bera þær ásakanir á hendur Weevil að PCH-klíkan væru ekkert nema ótýndir dópsalar sem hefðu fengið Fitzpatrekana til að redda sér fölsku vitni til að klekkja á Logan. Weevil neitaði öllum sökum, en lét ekki þar við sitja heldur fór á stúfana og spurði klíkubræður sína hvort þeir væru farnir að stunda dópviðskipti án hans vitneskju. Enginn játaði á sig sökina í þeim efnum, en Weevil var ekki sannfærður …
Logan var rænt af PCH-klíkunni og hann tekinn í smá sannleikann eða kontor (þó að þrautirnar hafi reyndar verið í formi rússneskrar rúllettu) … þeir voru að yfirheyra hann um aðild hans að morði Felixar og hann stóð fast á sínu, hann drap hann ekki en man þó lítið sem ekkert frá kvöldinu … þessi litla pyntingarstund var skipulögð af Weevil og með klækjum þá komst Logan að því og lofaði hefndum …
Inn á milli þá var Veronica að passa börn bæjarins til að finna þann sem gerðist sekur um ofbeldi gegn barni sínu … en Duncan fékk hana til að hjálpa sér að finna barn sem að Meg grunaði að væri beitt ofbeldi og hafði verið að spyrjast fyrir um hvernig hún gæti komið því til hjálpar áður en rútuslysið varð. Eftir mikila og á stundum skemmtilega leit þá fundu þau sökudólgana … það voru engir aðrir en foreldrar Meg, sem að stunduðu það að læsa yngstu dótturina inn í skáp ´timunum saman og láta hana þess á milli skrifa í heilu stílabækurnar hvað hún væri vond stúlka! Pabbi Meg kom þó að þeim þegar þau voru að snuðra heima hjá honum og hringdi í Lamb … sem aldrei þessu vant stóð sig í stykkinu og virtist að minnsta kosti ætla að gera eitthvað í málinu …
Jæja, vonandi hjálpar þetta og vonandi var ég ekkert að rugla saman þáttum … en ég segi nú bara EKKI MISSA AF NÆSTA ÞÆTTI!!!! hann er ROSAlegur!