Einhverjir hér sem fylgdust með Six Feet Under á sínum tíma? Sjálfur horfði ég aldrei á svo mikið sem þátt í sjónvarpinu. Hafði þó lengi verið á leiðinni að kíkja á þá þegar ég ákvað að kaupa “Six Feet under: Complete Seasons 1-5 Box Set” hér fyrir nokkrum vikum. Hafði reyndar aldrei séð svo mikið sem atriði úr þessum þáttum þegar ég henti 25 þúsund kallinum á kassann og tók því þó nokkra áhættu. Get þó ekki sagt að ég sjái eftir því.
Þessir þættir eru án vafa með þeim betri sem ég hef séð og má segja að fátt toppi þá. Ég kláraði hér nýlega fimmtu og síðustu seríuna og var lokaþátturinn svakalegur. Í raun voru allar fimm seríunar ótrúlegar og var dramatíkín alltaf í hámarki og stutt var í dimma húmorinn sem mér er svo annt um.
Hefur einhver annar horft á þetta? Ég er gjörsamlega ástfanginn. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að kaupa settið er að þættirnir ganga undir merkjum HBO en það eru almennt þeir þættir sem ég sækist í. Enda er ég m.a. mjög hrifinn af þáttaröðum eins og Oz, The Sopranos, Rome og Carnivàle svo ég minnist nú á nokkrar. Ég get nú heldur betur fullyrt það að Six Feet Under lifir uppundir þeim gæðastuðli sem HBO nafninu fylgir.
Núna bíð ég spenntur eftir því að dýfa mér í Deadwood en ég lagði nýlega festur á fyrstu seríuna.
Og hvað finnst/fannst ykkur? Leynast einhverjir Six Feet Under aðdáendur hér inná milli Lost og Prison Break grúppíurnar?
Bætt við 21. ágúst 2006 - 15:58
Grúppíanna - Átti þetta að vera þarna neðst.